Hundruð þúsunda hafa lýst yfir óánægju sinni með því að setja „dislike“ við myndbandið. Alls 460 þúsund. Um er að ræða einu verstu útreið sem myndband á Youtube hefur fengið samkvæmt frétt Polygon.
Margir virðast setja sig upp á móti því að Call of Duty sé að færast langt í framtíðina og út í geiminn.
Framkvæmdastjóri Activision virðist þó ekki óánægður með móttökurnar. Í samtali við hluthafa sagði hann að enginn annar titill en COD gæti vakið upp svo miklar tilfinningar meðal leikjaspilara. Auk þess nefndi hann Black Ops 2 sem dæmi og sagði að á sínum tíma hefði fyrsta stikla hans safnað miklum fjölda „dislikea“, en sá leikur varð söluhæsti Call of Duty leikurinn á sínum tíma.