Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-21 | Grótta átti fyrsta höggið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2016 18:00 Solveig Lára Kjærnested hjá Stjörnunni og Eva Björk Davíðsdóttir hjá Gróttu. Vísir/Ernir Grótta er komin í 1-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjögurra marka sigur, 25-21, á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna á Nesinu í dag. Sigur Gróttu var sanngjarn en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. Grótta spilaði síðast 27. apríl en það var ekki að sjá að þetta langa hlé sæti í Íslandsmeisturunum sem spiluðu vel í dag og voru með frumkvæðið lengst af. Liðin mætast öðru sinni á mánudaginn í TM-höllinni í Garðabæ þar sem Stjarnan þarf helst að svara með sigri. Fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 12-8, en munurinn hefði getað verið svo miklu meiri. Leikurinn var jafn framan af en liðin héldust í hendur lengi vel. Staðan var 6-6 þegar níu mínútur voru til hálfleiks en Grótta vann þessar síðustu níu mínútur 6-2 og fór með fjögurra marka forskot til hálfleiks, 12-8. Í raun var ótrúlegt hversu lengi Stjarnan hékk í meisturunum miðað við muninn á markvörslu og skotnýtingu liðanna. Íris Björk Símonardóttir var frábær í fyrri hálfleik og varði 13 skot, eða 62% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hinum megin var Heiða Ingólfsdóttir aðeins með fimm bolta varða og var oftar en ekki býsna langt frá því að verja skot Gróttukvenna sem nýttu 60% skota sinna í fyrri hálfleik en Stjarnan aðeins 31%. Helena Rut Örvarsdóttir dró skotnýtingu Garðbæinga niður en hún þurfti tólf skot til að skora mörkin tvö sem hún gerði í fyrri hálfleik. Uppstilltur sóknarleikur Stjörnunnar var afleitur og skilaði aðeins fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Hann byggðist að alltof stórum hluta á einstaklingsframlagi Helenu sem hnoðaðist og hamaðist með litlum árangri. Sóknarleikur Gróttu var betri en oft áður fyrir utan tapaða bolta sem voru sjö í fyrri hálfleik. Stjörnukonur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörk hans og minnkuðu muninn í 12-11. Grótta skoraði þrjú af næstu fjórum mörkum en liðið lenti síðan í vandræðum með brottvísanir og Stjarnan jafnaði metin, fyrst í 16-16 og svo í 17-17. Heimakonur voru ekki lengi að ná áttum á nýjan leik og svöruðu með 6-1 kafla og náðu fimm marka forskoti, 22-18, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var brekkan orðin ansi brött fyrir Stjörnukonur og tíminn einfaldlega of naumur til að vinna fimm marka mun upp. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 25-21. Sunna María Einarsdóttir og Lovísa Thompson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Gróttu en markaskorið dreifðist vel hjá Íslandsmeisturunum. Miklu munaði um að Eva Björk Davíðsdóttir og Unnur Ómarsdóttir létu til sín taka í sókninni. Þær skoruðu báðar fjögur mörk í dag en voru fyrir leikinn aðeins búnar að skora átta mörk samtals í úrslitakeppninni. Varnarleikur Gróttu var að vanda sterkur og Íris varði 21 skot í markinu, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Hanna G. Stefánsdóttir og Þórhildur Gunnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Stjörnuna sem þarf að bæta sóknarleikinn fyrir leikinn á mánudaginn. Flæðið í sókninni var lítið og alltof mikið mæddi á Helenu sem var með þrjú mörk úr 15 skotum í leiknum. Þá þarf Heiða að eiga betri leik en í dag. Hún varði alls 10 skot, eða 29% af þeim skotum sem hún fékk á sig. Það er einfaldlega ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grótta er.Kári: Leið aldrei illa með sóknarleikinn Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum kátur með fjögurra marka sigur Íslandsmeistaranna á Stjörnunni í dag. „Ég var mjög ánægður með leikinn í heild sinni. Auðvitað gerðum við stundum mistök og við hefðum getað nýtt færin betur,“ sagði Kári. „En varnarleikurinn og markvarslan var frábær og mér leið aldrei illa með sóknarleikinn. Mér fannst við skapa okkur ágætis færi og fengum framlag frá mörgum.“ Uppstilltur sóknarleikur hefur verið akkilesarhæll Gróttu í vetur en hann var með besta móti í dag. „Heiða [Ingólfsdóttir] varði fínt en Florentina [Stanciu] er stór hluti af þeirra varnarleik. Mér fannst við ná að skapa okkur stöður sem við getum nýtt enn betur,“ sagði Kári sem er sáttur með ástandið á Gróttuliðinu sem hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með liðið í úrslitakeppninni og þessi leikur var framhald af því. Mér fannst mikill kraftur í okkur og flottur heildarbragur. Vonandi komum við okkur í góða stöðu á mánudaginn en það er ekkert í húsi. Stjarnan er með hörkulið,“ sagði Kári að endingu.Halldór Harri: Megum ekki fá á okkur 25 mörk Þrátt fyrir fjögurra marka tap, 25-21, fyrir Gróttu í dag sá Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eitt og annað jákvætt við spilamennsku síns liðs. „Mér fannst við eiga fullan séns í þetta. Við náum smá áhlaupi og að jafna leikinn en í staðinn fyrir að koma okkur frá þeim fáum við þrjú einföld mörk á okkur,“ sagði Halldór Harri. Sóknarleikur Stjörnunnar var helst til of einhæfur í dag þar sem mikið mæddi á Helenu Rut Örvarsdóttur. Halldór Harri hefur þó ekki of miklar áhyggjur af sókn Stjörnukvenna. „Okkar leikáætlun er að spila góðan varnarleik og fá markvörslu og hraðaupphlaup. Við höfum lifað svolítið á því og við þurfum að laga sóknarleikinn. En við erum komnar í þessa stöðu þannig að sóknarleikurinn hlýtur að hafa verið allt í lagi,“ sagði þjálfarinn. „Grótta er hörkuvarnarlið og það er ekkert hlaupið að því að skora 30 mörk á þær. Ef við ætlum að vinna Gróttu megum við einfaldlega ekki fá á okkur 25 mörk. „Auðvitað á markaskorið að dreifast. Helena er skytta og þarf að skjóta til að draga í sig menn. Mér fannst Esther [Ragnarsdóttir] koma ágætlega inn í þetta og var árásargjarnari en hún hefur verið,“ sagði Halldór Harri að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Grótta er komin í 1-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir fjögurra marka sigur, 25-21, á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna á Nesinu í dag. Sigur Gróttu var sanngjarn en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. Grótta spilaði síðast 27. apríl en það var ekki að sjá að þetta langa hlé sæti í Íslandsmeisturunum sem spiluðu vel í dag og voru með frumkvæðið lengst af. Liðin mætast öðru sinni á mánudaginn í TM-höllinni í Garðabæ þar sem Stjarnan þarf helst að svara með sigri. Fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 12-8, en munurinn hefði getað verið svo miklu meiri. Leikurinn var jafn framan af en liðin héldust í hendur lengi vel. Staðan var 6-6 þegar níu mínútur voru til hálfleiks en Grótta vann þessar síðustu níu mínútur 6-2 og fór með fjögurra marka forskot til hálfleiks, 12-8. Í raun var ótrúlegt hversu lengi Stjarnan hékk í meisturunum miðað við muninn á markvörslu og skotnýtingu liðanna. Íris Björk Símonardóttir var frábær í fyrri hálfleik og varði 13 skot, eða 62% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hinum megin var Heiða Ingólfsdóttir aðeins með fimm bolta varða og var oftar en ekki býsna langt frá því að verja skot Gróttukvenna sem nýttu 60% skota sinna í fyrri hálfleik en Stjarnan aðeins 31%. Helena Rut Örvarsdóttir dró skotnýtingu Garðbæinga niður en hún þurfti tólf skot til að skora mörkin tvö sem hún gerði í fyrri hálfleik. Uppstilltur sóknarleikur Stjörnunnar var afleitur og skilaði aðeins fjórum mörkum í fyrri hálfleik. Hann byggðist að alltof stórum hluta á einstaklingsframlagi Helenu sem hnoðaðist og hamaðist með litlum árangri. Sóknarleikur Gróttu var betri en oft áður fyrir utan tapaða bolta sem voru sjö í fyrri hálfleik. Stjörnukonur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörk hans og minnkuðu muninn í 12-11. Grótta skoraði þrjú af næstu fjórum mörkum en liðið lenti síðan í vandræðum með brottvísanir og Stjarnan jafnaði metin, fyrst í 16-16 og svo í 17-17. Heimakonur voru ekki lengi að ná áttum á nýjan leik og svöruðu með 6-1 kafla og náðu fimm marka forskoti, 22-18, þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var brekkan orðin ansi brött fyrir Stjörnukonur og tíminn einfaldlega of naumur til að vinna fimm marka mun upp. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 25-21. Sunna María Einarsdóttir og Lovísa Thompson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Gróttu en markaskorið dreifðist vel hjá Íslandsmeisturunum. Miklu munaði um að Eva Björk Davíðsdóttir og Unnur Ómarsdóttir létu til sín taka í sókninni. Þær skoruðu báðar fjögur mörk í dag en voru fyrir leikinn aðeins búnar að skora átta mörk samtals í úrslitakeppninni. Varnarleikur Gróttu var að vanda sterkur og Íris varði 21 skot í markinu, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Hanna G. Stefánsdóttir og Þórhildur Gunnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Stjörnuna sem þarf að bæta sóknarleikinn fyrir leikinn á mánudaginn. Flæðið í sókninni var lítið og alltof mikið mæddi á Helenu sem var með þrjú mörk úr 15 skotum í leiknum. Þá þarf Heiða að eiga betri leik en í dag. Hún varði alls 10 skot, eða 29% af þeim skotum sem hún fékk á sig. Það er einfaldlega ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grótta er.Kári: Leið aldrei illa með sóknarleikinn Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum kátur með fjögurra marka sigur Íslandsmeistaranna á Stjörnunni í dag. „Ég var mjög ánægður með leikinn í heild sinni. Auðvitað gerðum við stundum mistök og við hefðum getað nýtt færin betur,“ sagði Kári. „En varnarleikurinn og markvarslan var frábær og mér leið aldrei illa með sóknarleikinn. Mér fannst við skapa okkur ágætis færi og fengum framlag frá mörgum.“ Uppstilltur sóknarleikur hefur verið akkilesarhæll Gróttu í vetur en hann var með besta móti í dag. „Heiða [Ingólfsdóttir] varði fínt en Florentina [Stanciu] er stór hluti af þeirra varnarleik. Mér fannst við ná að skapa okkur stöður sem við getum nýtt enn betur,“ sagði Kári sem er sáttur með ástandið á Gróttuliðinu sem hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með liðið í úrslitakeppninni og þessi leikur var framhald af því. Mér fannst mikill kraftur í okkur og flottur heildarbragur. Vonandi komum við okkur í góða stöðu á mánudaginn en það er ekkert í húsi. Stjarnan er með hörkulið,“ sagði Kári að endingu.Halldór Harri: Megum ekki fá á okkur 25 mörk Þrátt fyrir fjögurra marka tap, 25-21, fyrir Gróttu í dag sá Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eitt og annað jákvætt við spilamennsku síns liðs. „Mér fannst við eiga fullan séns í þetta. Við náum smá áhlaupi og að jafna leikinn en í staðinn fyrir að koma okkur frá þeim fáum við þrjú einföld mörk á okkur,“ sagði Halldór Harri. Sóknarleikur Stjörnunnar var helst til of einhæfur í dag þar sem mikið mæddi á Helenu Rut Örvarsdóttur. Halldór Harri hefur þó ekki of miklar áhyggjur af sókn Stjörnukvenna. „Okkar leikáætlun er að spila góðan varnarleik og fá markvörslu og hraðaupphlaup. Við höfum lifað svolítið á því og við þurfum að laga sóknarleikinn. En við erum komnar í þessa stöðu þannig að sóknarleikurinn hlýtur að hafa verið allt í lagi,“ sagði þjálfarinn. „Grótta er hörkuvarnarlið og það er ekkert hlaupið að því að skora 30 mörk á þær. Ef við ætlum að vinna Gróttu megum við einfaldlega ekki fá á okkur 25 mörk. „Auðvitað á markaskorið að dreifast. Helena er skytta og þarf að skjóta til að draga í sig menn. Mér fannst Esther [Ragnarsdóttir] koma ágætlega inn í þetta og var árásargjarnari en hún hefur verið,“ sagði Halldór Harri að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira