Körfubolti

Toronto í bílstjórasætið og Portland neitar að gefast upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Damian Lillard var magnaður í nótt.
Damian Lillard var magnaður í nótt. vísir/getty
Einvígi Toronto Raptors og Miami Heat hefur verið gríðarlega spennandi í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA og var enginn breyting þar á í gærkvöldi.

Liðin mættust í Miami og var um að ræða þriðja leik einvígisins. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og réðust úrslitin undir lokin. Svo fór að gestirnir frá Toronto fóru með sigur af hólmi 95-91. Kyle Lowry var frá bær í liði Raptors og gerði 33 stig.

Dwyane Wade var stórkostlegur í liði Miami Heat og gerði 38 stig. Staðan í einvíginu er því nú 2-1 fyrir Toronto Raptors.

Portland Trail Blazers vann frábæran sigur á Golden State Warriors, 120-108, í nótt og minnnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna.

Damian Lillard fór hamförum í leiknum fyrir Trail Blazers og skoraði 40 stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum.

Í liði Golden State var enginn Steph Curry en Draymond Green var með 37 stig fyrir Warriors og Klay Thompson með 35 stig. Næsti leikur í einvíginu fer einnig fram í Portland og geta þá heimamenn jafnað einvíginu í 2-2.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×