Íslenski boltinn

Víkingar hafa samið við spænskan miðvörð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alexis Egea er kominn til landsins.
Alexis Egea er kominn til landsins. vísir
Pepsi-deildarliðið Víkingur Ólafsvík hefur náð samkomulagi við miðvörðinn Alexis Egea en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Alexis kemur til liðsins frá Orihuela CF sem spilar í spænsku 3. deildinni en hann er fæddur árið 1987. Hann hefur komið víða við og spilaði áður í 2. deildinni í Mexíkó sem og í Guatemala.

Alexis kemur til með að fylla skarð Admir Kubat sem sleit krossband fyrr í vetur. Leikmaðurinn er mættur til landsins en verður ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í dag gegn Val en verður líklegast í hópnum gegn ÍBV í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×