„Þetta lítur ekki út eins og barn" Birta Björnsdóttir skrifar 8. maí 2016 19:30 Cleane með dóttur sína, Duda. Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða." Zíka Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða."
Zíka Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira