Farseðladagur hjá Lars og Heimi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2016 06:00 Sposkir. Þjálfararnir hafa eflaust legið vel og lengi yfir leikmannamálunum síðustu daga en þurfa að velja 23 í dag. fréttablaðið/pjetur Það verða einhver brostin hjörtu hjá landsliðsmönnum í knattspyrnu í dag þegar landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynna EM-hópinn sinn. Blaðamannafundur þeirra Lars og Heimis er klukkan 13.15 í dag. Þeir munu velja 23 leikmanna hóp og svo verða einhverjir leikmenn beðnir um að vera í biðstöðu út mánuðinn. Einhverjir í hópnum gætu meiðst og þá þarf að skipta öðrum inn í hópinn. Landsliðið er búið að spila fimm vináttulandsleiki á þessu ári þar sem margir leikmenn hafa fengið tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Sumir hafa nýtt það tækifæri vel en aðrir síður vel. Það er ljóst að baráttan um farseðlana 23 er afar hörð á milli nokkurra leikmanna og ekki munu allir komast til Frakklands sem telja sig eiga erindi þangað. Einnig má búast við því að Lars Lagerbäck gefi það út á þessum fundi hvort hann hafi í hyggju að stýra íslenska landsliðinu áfram eður ei. Samningur Lars við KSÍ rennur út eftir EM í sumar og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ekki farið leynt með þann vilja sinn að Lars og Heimir haldi áfram með liðið í næstu undankeppni. „Ég verð að ákveða mig áður en EM byrjar og ég þarf að svara því í byrjun maí, í allra síðasta lagi,“ sagði Lars á blaðamannafundi um miðjan mars. Búið var að ganga frá því að Heimir Hallgrímsson haldi áfram sem aðalþjálfari liðsins eftir EM og Heimir hefur tekið ágætlega í það að halda áfram með Lars verði það vilji Svíans að halda áfram starfi sínu fyrir KSÍ. Innlendar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Það verða einhver brostin hjörtu hjá landsliðsmönnum í knattspyrnu í dag þegar landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynna EM-hópinn sinn. Blaðamannafundur þeirra Lars og Heimis er klukkan 13.15 í dag. Þeir munu velja 23 leikmanna hóp og svo verða einhverjir leikmenn beðnir um að vera í biðstöðu út mánuðinn. Einhverjir í hópnum gætu meiðst og þá þarf að skipta öðrum inn í hópinn. Landsliðið er búið að spila fimm vináttulandsleiki á þessu ári þar sem margir leikmenn hafa fengið tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Sumir hafa nýtt það tækifæri vel en aðrir síður vel. Það er ljóst að baráttan um farseðlana 23 er afar hörð á milli nokkurra leikmanna og ekki munu allir komast til Frakklands sem telja sig eiga erindi þangað. Einnig má búast við því að Lars Lagerbäck gefi það út á þessum fundi hvort hann hafi í hyggju að stýra íslenska landsliðinu áfram eður ei. Samningur Lars við KSÍ rennur út eftir EM í sumar og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ekki farið leynt með þann vilja sinn að Lars og Heimir haldi áfram með liðið í næstu undankeppni. „Ég verð að ákveða mig áður en EM byrjar og ég þarf að svara því í byrjun maí, í allra síðasta lagi,“ sagði Lars á blaðamannafundi um miðjan mars. Búið var að ganga frá því að Heimir Hallgrímsson haldi áfram sem aðalþjálfari liðsins eftir EM og Heimir hefur tekið ágætlega í það að halda áfram með Lars verði það vilji Svíans að halda áfram starfi sínu fyrir KSÍ.
Innlendar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira