Hjólreiðar æ vinsælli á Íslandi Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 30. apríl 2016 11:30 David Robertson, sem hér sést, segir hjólamenningu hafa aukist á Íslandi. Vísir/Vilhelm Hjólamenning á Íslandi hefur stækkað mikið síðustu þrjú til fjögur ár. Hjólreiðar hafa orðið vinsælli, sérstaklega á sumrin, en líka yfir allt árið. Fólk er farið að nota hjólið meira sem fararskjóta til og frá vinnu, en líka til æfingar eða til skemmtunar. Mér hefur fundist, sérstaklega síðasta ár og í ár, fólk vera farið að hjóla meira aftur og fólk nýtur þess mikið.“ Þetta segir David Robertson en hann er einn af skipuleggjendum hjólreiðamótsins Kríaterium sem fer fram á úti á Granda í dag. David segir Grandann vera góðan stað fyrir mót af þessu tagi en mótið er stutt og mjög hratt. „Það er mjög hentugt að setja upp braut af þessu tagi úti á Granda, brautin fer eftir götunum en líka meðfram sjónum við höfnina. Þessar keppnir eru bestar ef það er mikið af kröppum beygjum og það er mjög auðvelt að setja slíkt upp hérna.“ Mótið er fyrsta götumót sumarsins og keppt verður í fjórum flokkum, opnum flokki karla og kvenna og elite flokki karla og kvenna. David segir um sextíu manns vera búna að skrá sig en að fleiri gætu átt eftir að bætast við. David segir aukningu hafa orðið í þátttöku í hjólreiðakeppnum á Íslandi. Hann flutti til Íslands fyrir níu árum og segir þátttöku þá hafa verið talsvert minni en hún er í dag. „Það er mun meira af fólki finnst mér sem, eftir að hafa notað hjólið til að fara í vinnuna og sem æfingu, ákveður að taka þátt í keppnum. Þetta sést vel í þátttöku í þeim keppnum sem eru fyrir, eins og Blue Lagoon Challenge.“ David segir keppnina í dag vera spennandi að horfa á og taka þátt í en hann vonast til þess að geta fært keppnina út og jafnvel gert úr henni seríu. „Þetta er fyrsta skiptið sem þessi keppni er haldin en ég vonast til þess að hún verði að árlegum viðburði og að fleiri taki þátt í framtíðinni. Ég vil að þetta verði bæði skemmtileg keppni til að taka þátt, hvort sem þú ert á toppnum eða vilt bara taka þátt í skemmtilegri keppni.“ Heilsa Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hjólamenning á Íslandi hefur stækkað mikið síðustu þrjú til fjögur ár. Hjólreiðar hafa orðið vinsælli, sérstaklega á sumrin, en líka yfir allt árið. Fólk er farið að nota hjólið meira sem fararskjóta til og frá vinnu, en líka til æfingar eða til skemmtunar. Mér hefur fundist, sérstaklega síðasta ár og í ár, fólk vera farið að hjóla meira aftur og fólk nýtur þess mikið.“ Þetta segir David Robertson en hann er einn af skipuleggjendum hjólreiðamótsins Kríaterium sem fer fram á úti á Granda í dag. David segir Grandann vera góðan stað fyrir mót af þessu tagi en mótið er stutt og mjög hratt. „Það er mjög hentugt að setja upp braut af þessu tagi úti á Granda, brautin fer eftir götunum en líka meðfram sjónum við höfnina. Þessar keppnir eru bestar ef það er mikið af kröppum beygjum og það er mjög auðvelt að setja slíkt upp hérna.“ Mótið er fyrsta götumót sumarsins og keppt verður í fjórum flokkum, opnum flokki karla og kvenna og elite flokki karla og kvenna. David segir um sextíu manns vera búna að skrá sig en að fleiri gætu átt eftir að bætast við. David segir aukningu hafa orðið í þátttöku í hjólreiðakeppnum á Íslandi. Hann flutti til Íslands fyrir níu árum og segir þátttöku þá hafa verið talsvert minni en hún er í dag. „Það er mun meira af fólki finnst mér sem, eftir að hafa notað hjólið til að fara í vinnuna og sem æfingu, ákveður að taka þátt í keppnum. Þetta sést vel í þátttöku í þeim keppnum sem eru fyrir, eins og Blue Lagoon Challenge.“ David segir keppnina í dag vera spennandi að horfa á og taka þátt í en hann vonast til þess að geta fært keppnina út og jafnvel gert úr henni seríu. „Þetta er fyrsta skiptið sem þessi keppni er haldin en ég vonast til þess að hún verði að árlegum viðburði og að fleiri taki þátt í framtíðinni. Ég vil að þetta verði bæði skemmtileg keppni til að taka þátt, hvort sem þú ert á toppnum eða vilt bara taka þátt í skemmtilegri keppni.“
Heilsa Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira