Að vera eða fara stjórnarmaðurinn skrifar 20. apríl 2016 10:45 Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Um fátt er nú meira rætt og ritað í Bretlandi en mögulega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu – svokallaðan Brexit. George Osborne fjármálaráðherra ásamt Cameron forsætisráðherra og Jeremy Corbyn, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eru fyrirferðarmestu stuðningsmenn áframhaldandi veru í ESB. Í útgönguhópnum eru svo aðsópsmiklir menn úr Íhaldsflokknum, þeirra eftirtektarverðastir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, og dómsmálaráðherrann Michael Gove. Fjármálaráðherrann Osborne hefur nú lagt orð í belg í formi 200 blaðsíðna skýrslu sem útbúin var í ráðuneyti hans. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Bretar verða af um 36 milljörðum punda við útgöngu samkvæmt sérfræðingum ráðuneytisins eða sem samsvarar átta prósenta flatri tekjuskattshækkun á ári hverju. Ekki nóg með það, heldur er áætlað að eftir 15 ár verði breska hagkerfið 6,2% minna en ef ekki verður ákveðið að ganga úr sambandinu. Þess utan áætla sérfræðingar Osbornes að útgöngu fylgi snörp veiking sterlingspundsins, minni erlend fjárfesting, verðbólga og vaxtahækkanir. Andstæðingar Osbornes og Camerons saka þá félaga um að ala á ótta fólks – þótt flestir taki nú undir hina hagfræðilegu greiningu að minnsta kosti að hluta. Gove er í sóknarhug og segir að Bretar verði snöggir til að gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB og jafnvel í fyllingu tímans við sjálft ESB. Forkólfar viðskiptalífsins styðja áframhaldandi veru í ESB nánast sem einn maður. Fólkið í landinu er þó ekki jafn visst í sinni sök, og finnst of mikið löggjafarvald hafa runnið til Brussel. Kannanir benda til að fylkingarnar séu hnífjafnar. Eins og svo oft áður virðist þetta spurning um hvort hjartað eða höfuðið fær að ráða. Stjórnarmaðurinn leyfir sér að spá sigri aðildarsinna. Fólk á það nefnilega til að láta höfuðið ráða þegar til kastanna kemur, eða kjósa með fasteignaláninu eins og kalla mætti það.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira