Nú má dómari gefa mönnum rautt spjald löngu fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2016 11:00 Garðar Örn Hinriksson hefur dæmt sinn síðasta leik. Vísir/Stefán Íslendingar verða svo sannarlega í fararbroddi í dómaramálum heimsfótboltans í vor því KSÍ fær að byrja tímabilið með nýju knattspyrnulögum sem taka ekki gildi annarsstaðar í heiminum fyrr en 1. júní. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) heimilaði KSÍ að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram. Þær breytingar sem nú eru gerðar í 2016-17 útgáfu knattspyrnulaganna fela í sér umfangsmestu endurskoðun á lögunum í gjörvallri 130 ára sögu IFAB og KSÍ leggur áherslu á það í frétt á heimasíðu sinni að það sé gríðarlega mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin öll kynni sér þær af kostgæfni. Viðamesta breytingin í lögunum er eins og áður hefur komið fram í ákvæðinu um brottvísun fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. Í þeim tilfellum, inni í vítateig, þar sem ekki er um ásetningsbrot að ræða, skal dæma vítaspyrnu og gefa hinum brotlega gult spjald. Ein af breytingunum er að dómara leiksins er nú heimilt að vísa leikmanni af velli allt frá því að hann mætir til vallarskoðunar. Menn þurfa því að haga sér allt frá því að þeir mæta á staðinn því annars eiga menn hættu að fá rautt spjald löngu fyrir leik. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að menn fari nú eitthvað að rífast við dómarann fyrir upphafsflautið en allt getur gerst í boltanum.Nokkur önnur dæmi um breytingar eru: - Ef markmaðurinn fer út af marklínunni í vítaspyrnu og spyrnan misferst/endurtekin, skal sýna honum gula spjaldið. - Við mat á rangstöðu telst varnarmaður, sem berst út fyrir leikvöllinn, einungis "virkur" þar til leikur hefur verður stöðvaður eða þangað til varnarliðið hefur náð að hreinsa boltanum út úr eigin vítateig í átt að miðlínunni. Eftir það er hann óvirkur alveg þangað til hann kemur aftur inn á völlinn. - Í upphafsspyrnu má senda boltann í hvaða átt sem er. Ekki er lengur nauðsynlegt að gefa boltann fram á við. - Leikmaður sem verður fyrir meiðslum vegna brots sem leiðir til guls eða rauðs spjalds á mótherjann má fá stutta aðhlynningu inni á leikvellinum án þess að þurfa að yfirgefa völlinn að henni lokinni. - Að slá í höfuð/andlit þegar ekki er verið að sækja að mótherja er rautt spjald nema snertingin sé minniháttar/óveruleg. - Þegar bolti er látinn falla er dómara óheimilt að leikstýra niðurstöðunni. Boltinn verður einnig að hafa verið snertur af tveimur leikmönnum hið minnsta til að löglegt mark teljist hafa verið skorað.Það er hægt að lesa nánar um þetta mál hér. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Íslendingar verða svo sannarlega í fararbroddi í dómaramálum heimsfótboltans í vor því KSÍ fær að byrja tímabilið með nýju knattspyrnulögum sem taka ekki gildi annarsstaðar í heiminum fyrr en 1. júní. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB) heimilaði KSÍ að nýja útgáfa laganna skyldi gilda á Íslandi allt frá 25. apríl þegar Meistarakeppni KSÍ karla fer fram. Þær breytingar sem nú eru gerðar í 2016-17 útgáfu knattspyrnulaganna fela í sér umfangsmestu endurskoðun á lögunum í gjörvallri 130 ára sögu IFAB og KSÍ leggur áherslu á það í frétt á heimasíðu sinni að það sé gríðarlega mikilvægt að knattspyrnuhreyfingin öll kynni sér þær af kostgæfni. Viðamesta breytingin í lögunum er eins og áður hefur komið fram í ákvæðinu um brottvísun fyrir að ræna upplögðu marktækifæri. Í þeim tilfellum, inni í vítateig, þar sem ekki er um ásetningsbrot að ræða, skal dæma vítaspyrnu og gefa hinum brotlega gult spjald. Ein af breytingunum er að dómara leiksins er nú heimilt að vísa leikmanni af velli allt frá því að hann mætir til vallarskoðunar. Menn þurfa því að haga sér allt frá því að þeir mæta á staðinn því annars eiga menn hættu að fá rautt spjald löngu fyrir leik. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að menn fari nú eitthvað að rífast við dómarann fyrir upphafsflautið en allt getur gerst í boltanum.Nokkur önnur dæmi um breytingar eru: - Ef markmaðurinn fer út af marklínunni í vítaspyrnu og spyrnan misferst/endurtekin, skal sýna honum gula spjaldið. - Við mat á rangstöðu telst varnarmaður, sem berst út fyrir leikvöllinn, einungis "virkur" þar til leikur hefur verður stöðvaður eða þangað til varnarliðið hefur náð að hreinsa boltanum út úr eigin vítateig í átt að miðlínunni. Eftir það er hann óvirkur alveg þangað til hann kemur aftur inn á völlinn. - Í upphafsspyrnu má senda boltann í hvaða átt sem er. Ekki er lengur nauðsynlegt að gefa boltann fram á við. - Leikmaður sem verður fyrir meiðslum vegna brots sem leiðir til guls eða rauðs spjalds á mótherjann má fá stutta aðhlynningu inni á leikvellinum án þess að þurfa að yfirgefa völlinn að henni lokinni. - Að slá í höfuð/andlit þegar ekki er verið að sækja að mótherja er rautt spjald nema snertingin sé minniháttar/óveruleg. - Þegar bolti er látinn falla er dómara óheimilt að leikstýra niðurstöðunni. Boltinn verður einnig að hafa verið snertur af tveimur leikmönnum hið minnsta til að löglegt mark teljist hafa verið skorað.Það er hægt að lesa nánar um þetta mál hér.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira