Röng auglýsing send út vegna mistaka starfsmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. apríl 2016 20:38 Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding segir að það hafi ekki verið ætlun sín að ólaunaðir sérfræðingar myndu hafa aðrar starfsskyldur en þær sem tengjast rannsóknum á hvölum. Vísir/GVA Sú auglýsing sem hvalaskoðunarfyrirtækið Elding sendi frá sér þar sem var óskað eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala auk almennra afgreiðslustarfa og þrif um borð í bátum fyrirtækisins var röng. Mistök starfsmanns ollu því að starfslýsingin sem fylgdi auglýsingunni var röng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hvalaskoðunarfyrirtækinu. Bandalag háskólamanna (BHM) gerði í dag alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og var þess krafist að Elding myndi greiða þeim sem ráðnir yrðu í umrædd störf að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Elding segir að kvörtun BHM sé byggð á misskilningi. „Um er að ræða mistök af hálfu starfsmanns okkar við gerð auglýsingar sem fór út án yfirlestar sem orsakar misskilning BHM. Fyrir mannleg mistök birtist auglýsingin þar sem fram komu öll tilfallandi störf um borð í bátum okkar og nefnir auglýsingin að auki rangan vinnutíma. Við hörmum þann misskilning sem hefur risið vegna málsins og biðjumst velvirðingar á mistökum okkar,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátumJafnframt kemur fram að stöðurnar sem auglýstar voru snúi að langvarandi rannsóknum á hvölum og lífríki Faxaflóa samkvæmt samstarfssamningi Eldingar og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík. Ætlar stjórn fyrirtækisins að ráða óháðan aðila til að yfirfara þátttöku Eldingar í verkefninu svo tryggja megi að engin vafi sé á að framkvæmd þess sé í samræmi við lög og reglur. Segir Elding að ekki hafi verið ætlunin að þeir sem ráðnir yrðu hefðu aðrar starfskyldur um borð í bátum fyrirtækisins en þær að rannsaka hvali og afla ganga á grundvelli samningsins á milli Eldingar og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Bendir fyrirtækið á að lögum samkvæmt þurfi áhafnarmeðlimir að hafa lokið sérstökum námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna og að rannsóknaraðilarnar teljist sem farþegar um borð í skipum Eldingar. Þá undrast Elding á viðbrögðum BHM og segist hafa svarað fyrirspurnum BHM um síðastliðna helgi án þess að fá viðbrögð.Frétt Kvöldfrétta Stöðvar 2 um máliðYfirlýsing Eldingar Vegna fréttatilkynningar BHM um auglýsingu Eldingar eftir þátttakendum í rannsóknarstörf um borð í bátum fyrirtækisins vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma eftirfarandi á framfæri. Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hefur starfað við góðan orðstír frá árinu 1998 og átt ríkan þátt í að hefja hvalaskoðun við Íslandsstrendur til vegs og virðingar. Á þessu ári má ætla að um 300 þúsund ferðamenn muni fara í hvalaskoðun og 250 starfsmenn starfi við greinina. Allan þennan tíma höfum við haft að leiðarljósi að byggja atvinnugreinina upp með fagmennsku og gæði að leiðarljósi. Það að ætla fyrirtækinu að sigla undir fölsku flaggi með því að nýta háskólanema við almenn störf í fyrirtækinu í stað þess að sinna mikilvægum rannsóknarstörfum er óþolandi að sitja undir. Fyrirtækið líður ekki að brotið sé á starfsfólki og harmar hvernig BHM leggur málið upp.Þær stöður sem auglýstar voru lausar snúa að langvarandi rannsóknum á hvölum og lífríki Faxaflóa samkvæmt samstarfssamningi Eldingar og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík. Elding hefur um árabil lagst á árarnar með rannsóknarsamfélaginu til að auka þekkingu okkar á hvölum við Íslandsstrendur. Hefur stuðningur okkar aldrei verið launungarmál heldur þvert á móti eitthvað sem við erum stolt af og viljum halda áfram.Um er að ræða mistök af hálfu starfsmanns okkar við gerð auglýsingar sem fór út án yfirlestar sem orsakar misskilning BHM. Fyrir mannleg mistök birtist auglýsingin þar sem fram komu öll tilfallandi störf um borð í bátum okkar og nefnir auglýsingin að auki rangan vinnutíma. Við hörmum þann misskilning sem hefur risið vegna málsins og biðjumst velvirðingar á mistökum okkar.Við bendum á að Elding svarið fyrirspurnum BHM vegna auglýsingarinnar um síðastliðna helgi án nokkurra viðbragða þeirra. Undrumst við mjög ákvörðun BHM um að reka málið einhliða í fjölmiðlumÞað var aldrei ætlunin að þátttakendur í verkefninu hefðu aðrar starfskyldur um borð í bátum fyrirtækisins en þær að rannsaka hvali og afla ganga á grundvelli áðurnefnds samnings. Við bendum á að í sérstökum lögum um starfsvettvang okkar eru gerðar ítarlegar kröfur um hverjir mega starfa og þar með lögskrást til starfa á sjó á Íslandi og verða allir skráðir áhafnarmeðlimir að hafa lokið sérstökum námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna. Rannsóknaaðilarnir teljast ekki til áhafnar né starfsmanna fyrirtækisins og teljast því til farþega um borð.Í kjölfar umræðunar sem myndast hefur ætlar stjórn fyrirtækisins að ráða óháðan aðila til að yfirfara þátttöku okkar í verkefninu svo tryggja megi að engin vafi sé á að framkvæmd þess sé fyllilega í samræmi við lög og reglur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátum BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingu Eldingar. 20. apríl 2016 13:57 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sú auglýsing sem hvalaskoðunarfyrirtækið Elding sendi frá sér þar sem var óskað eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala auk almennra afgreiðslustarfa og þrif um borð í bátum fyrirtækisins var röng. Mistök starfsmanns ollu því að starfslýsingin sem fylgdi auglýsingunni var röng. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hvalaskoðunarfyrirtækinu. Bandalag háskólamanna (BHM) gerði í dag alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og var þess krafist að Elding myndi greiða þeim sem ráðnir yrðu í umrædd störf að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Elding segir að kvörtun BHM sé byggð á misskilningi. „Um er að ræða mistök af hálfu starfsmanns okkar við gerð auglýsingar sem fór út án yfirlestar sem orsakar misskilning BHM. Fyrir mannleg mistök birtist auglýsingin þar sem fram komu öll tilfallandi störf um borð í bátum okkar og nefnir auglýsingin að auki rangan vinnutíma. Við hörmum þann misskilning sem hefur risið vegna málsins og biðjumst velvirðingar á mistökum okkar,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátumJafnframt kemur fram að stöðurnar sem auglýstar voru snúi að langvarandi rannsóknum á hvölum og lífríki Faxaflóa samkvæmt samstarfssamningi Eldingar og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík. Ætlar stjórn fyrirtækisins að ráða óháðan aðila til að yfirfara þátttöku Eldingar í verkefninu svo tryggja megi að engin vafi sé á að framkvæmd þess sé í samræmi við lög og reglur. Segir Elding að ekki hafi verið ætlunin að þeir sem ráðnir yrðu hefðu aðrar starfskyldur um borð í bátum fyrirtækisins en þær að rannsaka hvali og afla ganga á grundvelli samningsins á milli Eldingar og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Bendir fyrirtækið á að lögum samkvæmt þurfi áhafnarmeðlimir að hafa lokið sérstökum námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna og að rannsóknaraðilarnar teljist sem farþegar um borð í skipum Eldingar. Þá undrast Elding á viðbrögðum BHM og segist hafa svarað fyrirspurnum BHM um síðastliðna helgi án þess að fá viðbrögð.Frétt Kvöldfrétta Stöðvar 2 um máliðYfirlýsing Eldingar Vegna fréttatilkynningar BHM um auglýsingu Eldingar eftir þátttakendum í rannsóknarstörf um borð í bátum fyrirtækisins vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma eftirfarandi á framfæri. Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hefur starfað við góðan orðstír frá árinu 1998 og átt ríkan þátt í að hefja hvalaskoðun við Íslandsstrendur til vegs og virðingar. Á þessu ári má ætla að um 300 þúsund ferðamenn muni fara í hvalaskoðun og 250 starfsmenn starfi við greinina. Allan þennan tíma höfum við haft að leiðarljósi að byggja atvinnugreinina upp með fagmennsku og gæði að leiðarljósi. Það að ætla fyrirtækinu að sigla undir fölsku flaggi með því að nýta háskólanema við almenn störf í fyrirtækinu í stað þess að sinna mikilvægum rannsóknarstörfum er óþolandi að sitja undir. Fyrirtækið líður ekki að brotið sé á starfsfólki og harmar hvernig BHM leggur málið upp.Þær stöður sem auglýstar voru lausar snúa að langvarandi rannsóknum á hvölum og lífríki Faxaflóa samkvæmt samstarfssamningi Eldingar og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík. Elding hefur um árabil lagst á árarnar með rannsóknarsamfélaginu til að auka þekkingu okkar á hvölum við Íslandsstrendur. Hefur stuðningur okkar aldrei verið launungarmál heldur þvert á móti eitthvað sem við erum stolt af og viljum halda áfram.Um er að ræða mistök af hálfu starfsmanns okkar við gerð auglýsingar sem fór út án yfirlestar sem orsakar misskilning BHM. Fyrir mannleg mistök birtist auglýsingin þar sem fram komu öll tilfallandi störf um borð í bátum okkar og nefnir auglýsingin að auki rangan vinnutíma. Við hörmum þann misskilning sem hefur risið vegna málsins og biðjumst velvirðingar á mistökum okkar.Við bendum á að Elding svarið fyrirspurnum BHM vegna auglýsingarinnar um síðastliðna helgi án nokkurra viðbragða þeirra. Undrumst við mjög ákvörðun BHM um að reka málið einhliða í fjölmiðlumÞað var aldrei ætlunin að þátttakendur í verkefninu hefðu aðrar starfskyldur um borð í bátum fyrirtækisins en þær að rannsaka hvali og afla ganga á grundvelli áðurnefnds samnings. Við bendum á að í sérstökum lögum um starfsvettvang okkar eru gerðar ítarlegar kröfur um hverjir mega starfa og þar með lögskrást til starfa á sjó á Íslandi og verða allir skráðir áhafnarmeðlimir að hafa lokið sérstökum námskeiðum í Slysavarnaskóla sjómanna. Rannsóknaaðilarnir teljast ekki til áhafnar né starfsmanna fyrirtækisins og teljast því til farþega um borð.Í kjölfar umræðunar sem myndast hefur ætlar stjórn fyrirtækisins að ráða óháðan aðila til að yfirfara þátttöku okkar í verkefninu svo tryggja megi að engin vafi sé á að framkvæmd þess sé fyllilega í samræmi við lög og reglur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátum BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingu Eldingar. 20. apríl 2016 13:57 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Lýstu eftir sérfræðingum í ólaunuð störf á hvalaskoðunarbátum BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingu Eldingar. 20. apríl 2016 13:57