Tveir af bestu bardagamönnum heims berjast í kvöld og það er öllum sama Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. apríl 2016 14:45 UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili MMA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
UFC 197 fer fram í kvöld þar sem tveir af bestu bardagamönnum heims berjast. Þrátt fyrir það beinast allra augu að Conor McGregor sem tengist ekkert bardagakvöldinu í kvöld. Þeir Jon Jones og Demetrious Johnson eru tveir af allra bestu bardagamönnum heims, pund fyrir pund. Jon Jones er auðvitað fyrrum léttþungavigtarmeistarinn en Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari. Þrátt fyrir að vera ekki UFC meistari er Jon Jones talinn vera besti bardagamaður heims. Hann var léttþungavigtarmeistarinn í fjögur ár eða þar til hann var sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins. Jon Jones hefur farið létt með alla andstæðinga sína í búrinu en eins og þjálfarinn hans, Greg Jackson, spáði fyrir um er Jon Jones sinn versti óvinur. Jones hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm í september eftir að hafa valdið þriggja bíla árekstri og flúið vettvang. Þetta eru svo sannarlega ekki einu vandræðin sem Jones hefur lent í utan búrsins en nánar má lesa um þau vandræði hér. Jones fullyrðir nú að hann sé breyttur maður og ætlar hann sér að ná í beltið sitt aftur. Í kvöld mætir hann Ovince Saint Preux um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) en upphaflega átti Jones að mæta Daniel Cormier um alvöru beltið. Því miður meiddist Cormier tveimur vikum fyrir bardagann og kom Saint Preux í hans stað. Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er einnig talinn vera einn besti bardagamaður heims. Hann er eini fluguvigtarmeistarinn í sögu UFC og hefur varið beltið sitt sjö sinnum. Hann er gríðarlega tæknilegur bardagamaður en hefur aldrei notið mikilla vinsælda meðal bardagaaðdáenda. Hann segir lítið í fjölmiðlum sem vekur athygli og er bara venjulegur fjölskyldumaður sem vill helst vera heima og spila tölvuleiki eða æfa. Það selur ekki nógu mikið. Þó tveir af hæfileikaríkustu bardagamönnum heims berjist í kvöld hefur bardagakvöldið algjörlega fallið í skuggann á fréttum af Conor McGregor. Allar fréttir hafa snúist um hann í vikunni og ótrúlegt hve endurkoma Jon Jones fær litla athygli. Bardagaheimurinn er aftur á móti fljótur að gleyma. Frábær frammistaða hjá Jon Jones í kvöld gæti fært athyglina frá McGregor og yfir á besta bardagamann heims. UFC 197 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Ovince Saint Preux Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza Millivigt: Rafael Natal gegn Robert Whittaker Léttvigt: Yair Rodriguez gegn Andre Fili
MMA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira