Viktor Bjarki: Draumurinn er að vinna titil með Víkingi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2016 09:30 Víkingar úr Reykjavík enda í sjötta sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar ef spá íþróttadeildar 365 gengur upp. Það er þremur sætum ofar en liðið hafnaði eftir vonbrigða sumar í fyrra en undir þeirra væntingum miðað við félagaskipti vetrarins og gengi á undirbúningsmótunum. „Ég held að þetta sé bara sanngjarnt miðað við gengið í fyrra en okkur hefur gengið vel í vetur. Spá er bara spá einhverja manna en við ætlum okkur að gera betur en sjötta sæti,“ segir Viktor Bjarki í viðtali við Vísi um spána. Það er bjartsýni í Víkinni eftir góðan vetur: „Hefur ekki alltaf verið bjartsýni í Víkinni?“ spyr Viktor og brosir. „Við ætluðum að verða meistarar 2014. Það styttist alltaf í að það komi titill í hús. Auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að vera ofarlega í deildinni.“ „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Það kemur svo bara í ljós hvernig það gengur.“Sorglegur leikur Víkingar komust í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem þeir töpuðu, 2-0, fyrir KR. Eftir góða spilamennsku framan af vetri var frammistaðan í úrslitaleiknum mikil vonbrigði fyrir Fossvogsstrákana. „Þessi leikur var sorglegur. Það var ekkert í gangi. Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir eftir erfiða æfingaferð. Þetta var bara ekki okkar dagur. Við komum bara tvíefldir til leiks í næsta leik,“ segir Viktor en Víkingar eiga rosalega erfiða byrjun á mótinu. „Ég tel að það sé alltaf best að byrja á móti stóru liðunum. Það er auðveldara að gíra sig upp fyrir þá leiki. Þannig hefur það alltaf verið. Maður er tilbúnari í leiki gegn KR, FH og þessum liðum. Maður fer strax í gírinn og veit hvað maður þarf að gera.“Mikill heiður Viktor Bjarki sneri aftur til uppeldisfélagsins Víkings fyrir síðasta tímabil og átti mjög góðan seinni hluta á mótinu í fyrra. Hann er nú orðinn fyrirliði síns félags. „Það er mikill heiður. Það var draumur minn þegar ég var yngri þegar ég horfði á þessa meistaraflokkskarla. Það er draumur að vera fyrirliði þíns liðs. Ég hef mikinn metnað fyrir félaginu og draumurinn er að vinna titil með félaginu,“ segir Viktor.Gary er sigurvegari Víkingar voru nokkuð stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og fengu einn stærsta bitann þegar Gary Martin gekk í raðir félagsins. Viktor þekkir hann betur en allir í Víkingsliðinu enda unnu þeir saman titla hjá KR. „Gary er fínn karakter í hóp. Hann er sigurvegari og það er eitthvað sem Víkingur þarf. Hann gefur alltaf 100 prósent. Hann leggur sig alltaf fram í leikjum og æfingum og æfir eins og vitleysingur aukalega. Hann vill vinna og skora. Hann á eftir að gera fullt fyrir okkur í sumar,“ segir Viktor Bjarki Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Víkingar úr Reykjavík enda í sjötta sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar ef spá íþróttadeildar 365 gengur upp. Það er þremur sætum ofar en liðið hafnaði eftir vonbrigða sumar í fyrra en undir þeirra væntingum miðað við félagaskipti vetrarins og gengi á undirbúningsmótunum. „Ég held að þetta sé bara sanngjarnt miðað við gengið í fyrra en okkur hefur gengið vel í vetur. Spá er bara spá einhverja manna en við ætlum okkur að gera betur en sjötta sæti,“ segir Viktor Bjarki í viðtali við Vísi um spána. Það er bjartsýni í Víkinni eftir góðan vetur: „Hefur ekki alltaf verið bjartsýni í Víkinni?“ spyr Viktor og brosir. „Við ætluðum að verða meistarar 2014. Það styttist alltaf í að það komi titill í hús. Auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að vera ofarlega í deildinni.“ „Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Það kemur svo bara í ljós hvernig það gengur.“Sorglegur leikur Víkingar komust í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem þeir töpuðu, 2-0, fyrir KR. Eftir góða spilamennsku framan af vetri var frammistaðan í úrslitaleiknum mikil vonbrigði fyrir Fossvogsstrákana. „Þessi leikur var sorglegur. Það var ekkert í gangi. Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir eftir erfiða æfingaferð. Þetta var bara ekki okkar dagur. Við komum bara tvíefldir til leiks í næsta leik,“ segir Viktor en Víkingar eiga rosalega erfiða byrjun á mótinu. „Ég tel að það sé alltaf best að byrja á móti stóru liðunum. Það er auðveldara að gíra sig upp fyrir þá leiki. Þannig hefur það alltaf verið. Maður er tilbúnari í leiki gegn KR, FH og þessum liðum. Maður fer strax í gírinn og veit hvað maður þarf að gera.“Mikill heiður Viktor Bjarki sneri aftur til uppeldisfélagsins Víkings fyrir síðasta tímabil og átti mjög góðan seinni hluta á mótinu í fyrra. Hann er nú orðinn fyrirliði síns félags. „Það er mikill heiður. Það var draumur minn þegar ég var yngri þegar ég horfði á þessa meistaraflokkskarla. Það er draumur að vera fyrirliði þíns liðs. Ég hef mikinn metnað fyrir félaginu og draumurinn er að vinna titil með félaginu,“ segir Viktor.Gary er sigurvegari Víkingar voru nokkuð stórtækir á félagaskiptamarkaðnum og fengu einn stærsta bitann þegar Gary Martin gekk í raðir félagsins. Viktor þekkir hann betur en allir í Víkingsliðinu enda unnu þeir saman titla hjá KR. „Gary er fínn karakter í hóp. Hann er sigurvegari og það er eitthvað sem Víkingur þarf. Hann gefur alltaf 100 prósent. Hann leggur sig alltaf fram í leikjum og æfingum og æfir eins og vitleysingur aukalega. Hann vill vinna og skora. Hann á eftir að gera fullt fyrir okkur í sumar,“ segir Viktor Bjarki Arnarsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Viðtal: Tómas Þór Þórðarson Upptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00