Einföld leið til að losna við Game of Thrones spoilera á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2016 14:53 Vísir/HBO Við þekkjum það öll að rekast á Facebook færslu, tíst á Twitter eða fréttir sem fara langleiðina með að eyðileggja síðasta þátt Game of Thrones fyrir okkur. Það getur reynst verulega erfitt að komast hjá spoilerum á þáttunum þar sem hann er sýndur fyrst klukkan eitt á sunnudagskvöldi og svo aftur seint á mánudagskvöldi. Í millitíðinni eru erlendir miðlar að fjalla um þættina og þó þeir vandi sig ef til vill við að spoila ekki þá gera slysin ekki boð á undan sér.Færsla sem inniheldur líklega spoiler fær þessa mynd yfir sig.Eina leiðin til að vera viss í sinni sök er oft að forðast öll samskipti við vinnufélagana, reyna að komast hjá því að vera á netinu og hlusta á háværa tónlist í heyrnatólum. Í fyrra komu framtaksamir forritar okkur til bjargar. Hvað varðar internetið allavega. Varðandi málglaða vinnufélaga er lítið hægt að gera. Enn sem komið er. Vert er að rifja upp þetta bragð í tilefni af því að fyrsti þáttur nýrrar seríu var sýndur í nótt.Game of Spoils er viðbót við Chrome, vafra Google, og eftir að hann hefur verið sóttur birtast myndir eins og sjá má hér til hliðar yfir færslur um Game of Thrones. Á myndinni stendur af hverju færslan hefur verið sigtuð út og er notendum gert kleift að ýta á myndina til að hleypa færslunni í gegn. Sé óvart klikkað á myndina fá notendur samt þrjár sekúndur til að kasta tölvunni út um gluggann, eða bregðast við á annan hátt, áður en færslan birtist. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Við þekkjum það öll að rekast á Facebook færslu, tíst á Twitter eða fréttir sem fara langleiðina með að eyðileggja síðasta þátt Game of Thrones fyrir okkur. Það getur reynst verulega erfitt að komast hjá spoilerum á þáttunum þar sem hann er sýndur fyrst klukkan eitt á sunnudagskvöldi og svo aftur seint á mánudagskvöldi. Í millitíðinni eru erlendir miðlar að fjalla um þættina og þó þeir vandi sig ef til vill við að spoila ekki þá gera slysin ekki boð á undan sér.Færsla sem inniheldur líklega spoiler fær þessa mynd yfir sig.Eina leiðin til að vera viss í sinni sök er oft að forðast öll samskipti við vinnufélagana, reyna að komast hjá því að vera á netinu og hlusta á háværa tónlist í heyrnatólum. Í fyrra komu framtaksamir forritar okkur til bjargar. Hvað varðar internetið allavega. Varðandi málglaða vinnufélaga er lítið hægt að gera. Enn sem komið er. Vert er að rifja upp þetta bragð í tilefni af því að fyrsti þáttur nýrrar seríu var sýndur í nótt.Game of Spoils er viðbót við Chrome, vafra Google, og eftir að hann hefur verið sóttur birtast myndir eins og sjá má hér til hliðar yfir færslur um Game of Thrones. Á myndinni stendur af hverju færslan hefur verið sigtuð út og er notendum gert kleift að ýta á myndina til að hleypa færslunni í gegn. Sé óvart klikkað á myndina fá notendur samt þrjár sekúndur til að kasta tölvunni út um gluggann, eða bregðast við á annan hátt, áður en færslan birtist.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein