Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 26. apríl 2016 09:00 Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar. vísir/vilhelm Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti Pepsi-deildarinannar í sumar, en það er sama sæti og liðið hafnaði í á síðasta ári. Valsmenn voru í baráttu um sæti ofar en fimmta en gáfu svolítið eftir þegar þeir tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Mikið miðjumoð hefur verið á Val síðan liðið varð síðast meistari 2007 en það hefur ekki endað ofar en fimmta sæti síðan. Síðasta tímabil lofaði þó mjög góðu. Valur hefur 20 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2007. Ólafur Jóhannesson tók við Val fyrir síðustu leiktíð og var ekki lengi að ná árangri. Níu ára titlaþurrki lauk með bikarmeistaratitli eftir glæsilegan sigur á KR. Valsliðið vann marga flotta sigra í deildinni og var mun meiri og betri heildarbragur á liðinu eftir að Ólafur tók við með Sigurbjörn Hreiðarsson sér til aðstoðar. Þeir félagarnir virðast á hárréttri leið með Valsliðið.graf/sæmundurFYRSTU FIMM Valsmenn fá afskaplega þægilega byrjun á mótinu og hugsa sér eflaust til mikillar og góðrar stigasöfnunar í hraðmótinu. Þeir byrja heima gegn Fjölnisliði sem gæti verið að stilla saman strengina í byrjun móts og eiga svo báða nýliða í fyrstu fimm umferðunum. Völsurum gekk mjög vel í Árbænum í fyrra þannig ekki ætti Floridana-völlurinn að hræða þá mikið. Erfiðasti leikurinn verður líklega úti gegn Víkingi, sjónvarpsleikur í fjórðu umferð.01. maí: Valur – Fjölnir, Valsvöllur08. maí: Víkingur Ó. – Valur, Ólafsvíkurvöllur12. maí: Valur – Fylkir, Valsvöllur17. maí: Víkingur – Valur, Víkingssvöllur22. maí: Valur – Þróttur, ValsvöllurBjarni Ólafur Eiríksson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson.vísir/ernir/andri marinóÞRÍR SEM VALUR TREYSTIR ÁBjarni Ólafur Eiríksson: Einn allra besti bakvörður landsins og algjör lykilmaður hjá Val. Hann er ekki bara frábær varnarmaður heldur líka stór hluti af sóknarleiknum en fyrirgjafir hans eru margar hverjar frábærar og langar sendingar hans út úr vörninni geta breytt vörn í sókn á tveimur sekúndum. Það fer ekki mikið fyrir Bjarna enda lítið fyrir að hafa sig frammi en inn á vellinum er hann ómetanlegur fyrir Valsliðið og framtíð þess.Kristinn Freyr Sigurðsson: Miðjumaðurinn sló í gegn í fyrra og var einn af bestu leikmönnum Íslandsmótsins og líklega sá besti á fyrra hluta mótsins. Sóknarleikur Vals fór algjörlega í gegnum hann í fyrra og mun að stóru leyti gera það áfram. Ef Valur ætlar að taka næsta skref og berjast um Íslandsmeistaratitilinn verður Kristinn að gera það líka en hann hefur svo sannarlega hæfileikana til þess.Sigurður Egill Lárusson: Kantmaðurinn sparkvissi stimplaði sig rækilega inn sem einn af betri sóknarmönnum deildarinnar á síðustu leiktíð og var mun stöðugri í sínum leik heldur en oft áður. Framherjar Vals nutu góðs af spyrnugetu hans en Sigurður er frábær spyrnumaður, bæði þegar hann gefur fyrir á ferð og einnig úr föstum leikatriðum. Þar sem Patrick Pedersen er farinn þurfa framherjar Vals enn betri þjónustu og í henni er Sigurður lykilmaður.Guðjón Pétur Lýðsson kom frá Breiðabliki.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Guðjón Pétur Lýðsson frá Breiðabliki Rasmus Christiansen frá KR Rolf Toft frá Víkingi Nikolaj Hansen frá FC Vestsjælland Sindri Björnsson frá Leikni á lániFarnir: Patrick Pedersen í Viking Iain Williamson í Víking Anton Ari Einarsson í Grindavík á láni Emil Atlason var á láni Hilmar Þór Hilmarsson í Fram Mathias Schlie úr láni Thomas Guldborg til Lyngby Valsliðið varð fyrir miklu áfalli þegar danski framherjinn Patrick Pedersen var seldur til Viking eftir Íslandsmótið en hann var ásamt Kristni Freyr potturinn og pannan í sóknarleik Vals á síðustu leiktíð. Gullskórinn sjálfur farinn. Til að leysa hann af hólmi kom annar Dani, Nikolaj Hansen. Hann hefur ekki verið að heilla á undirbúningstímabilinu og nældu Valsmenn því til öryggis líka í Rolft Toft sem spilaði með Víkingi í fyrra og Stjörnunni árið á undan því. Hvort Toft eigi eftir að henta sóknarleik Vals mun koma í ljós en hvorugir þessara manna er jafngóðir og Patrick Pedersen. Þar sem Valsmenn gerðu mjög vel í að styrkja sig er á miðsvæðinu. Þeir misstu Iain Williamson en fengu á móti Guðjón Pétur Lýðsson frá Breiðabliki og U21 árs landsliðsmanninn Sindra Björnsson frá Leikni á láni. Guðjón Pétur hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár og einn allra besti spyrnumaður deildarinnar. Miðjukjarninn með þá Hauk Pál, Kristinn Frey, Guðjón og Sindra er mjög sterkur og er vart betri og dýpri miðju að finna í deildinni. Rasmus Christiansen er svo mættur í miðvörðinn til að leysa samlanda sinn Thomas Guldborg af. Hann var sem hvalreki í varnarleik Vals á síðustu leiktíð og verður erfitt að fylla skarð hans. Rasmus leit ekki út eins og gamli Rasmus með KR í fyrra en þá var hann að jafna sig eftir krossbandsslit. Valsmenn gerðu í heildina mjög góða hluti á félagaskiptamarkaðnum og styrktu það sem þarf að styrkja.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Valsliðið er óhemju vel mannað og með hóp á góðum aldri. Haukur Páll og Guðjón Pétur voru lykilmenn þarna fyrir fimm árum og eru nú eldri og reyndari. Kristinn Freyr er svo með þeim inn á miðjunni sem er líka frábær leikmaður. Þetta eru leikmenn sem þekkja hvorn annan inn og út og svo er liðið með besta vinstri bakvörðinn í deildinni. Mínar þyngstu áhyggjur fyrir hönd Valsmanna er markaskor og markvarsla. Valsmenn voru svo sannarlega með markaskorara á síðustu leiktíð í Patrick Pedersen. Ingvar Þór kale, markvörður, hefur líka valdið mér áhyggjum á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera einn besti markvörður íslenska boltans undanfarinn áratug. Mér hefur fundist hann eiga erfitt uppdráttar í vetur. Valur er líka með reynslumesta þjálfarann í deildinni og ef allt er eðlilegt á Valur að gera betur en í fyrra þegar liðið hafnaði í fimmta sæti.Ólafur Jóhannesson er að gera góða hluti með Val.vísir/ernirÞað sem við vitum um Val er... að liðið er með sterkan kjarna af leikmönnum sem flestir spiluðu með liðinu í fyrra. Miðjan er sem fyrr segir mjög sterk og inn á milli eru afgerandi leikmenn sem geta unnið leiki fyrir Valsliðið. Þjálfarateymið nær mjög vel til hópsins en velgengnin hélt í raun áfram í vetur þar sem liðið komst í úrslit Reykjavíkurmótsins og undanúrslit Lengjubikarsins.Spurningamerkin eru... nýju framherjarnir. Það er ekkert grín að leysa Patrick Pedersen af hólmi en hvort Nikolaj Hansen sé einfaldlega nógu góður til að hjálpa Val að berjast um titilinn er stórt spurningamerki eins og hann hefur spilað síðan hann gekk í raðir liðsins. Það að hann og Rolf Toft skori mörk er lykilatriði fyrir Valsliðið því það var að missa markahæsta leikmann Íslandsmótsins.Skori Nikolaj Hansen nóg af mörkum eru Valsmönnum allir vegir færir.vísir/ernirÍ BESTA FALLI: Helst varnarleikurinn jafnþéttur og Ingvar Þór Kale verður jafnöflugur í markinu og hann var í fyrra. Menn haldast tiltölulega heilir og miðjan hjá Val tekur yfir leiki eins og hún hefur burði til að gera. Dönsku framherjarnir blása á allar hrakspár og skora þau mörk sem þarf til. Gangi flest upp hjá Val er ekkert útilokað að liðið berjist um titilinn enda liðið mjög vel mannað og litlar breytingar verið á milli ára.Í VERSTA FALLI: Floppa Toft og Hansen og liðinu gengur illa að skora og tapar stigum sem það á ekki að tapa. Rasmus nær ekki að fylla skarð samlanda síns sem hafði líka svo góð áhrif á Orra Sigurð Ómarsson. Hópurinn er mátulega breiður en í sumum stöðum mega Valsmenn ekki við áföllum. Valsliðið er oft gott til að lenda í svakalegum vandræðum en fari allt á versta veg verður Valur rétt fyrir neðan miðju. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili. 23. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti Pepsi-deildarinannar í sumar, en það er sama sæti og liðið hafnaði í á síðasta ári. Valsmenn voru í baráttu um sæti ofar en fimmta en gáfu svolítið eftir þegar þeir tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Mikið miðjumoð hefur verið á Val síðan liðið varð síðast meistari 2007 en það hefur ekki endað ofar en fimmta sæti síðan. Síðasta tímabil lofaði þó mjög góðu. Valur hefur 20 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2007. Ólafur Jóhannesson tók við Val fyrir síðustu leiktíð og var ekki lengi að ná árangri. Níu ára titlaþurrki lauk með bikarmeistaratitli eftir glæsilegan sigur á KR. Valsliðið vann marga flotta sigra í deildinni og var mun meiri og betri heildarbragur á liðinu eftir að Ólafur tók við með Sigurbjörn Hreiðarsson sér til aðstoðar. Þeir félagarnir virðast á hárréttri leið með Valsliðið.graf/sæmundurFYRSTU FIMM Valsmenn fá afskaplega þægilega byrjun á mótinu og hugsa sér eflaust til mikillar og góðrar stigasöfnunar í hraðmótinu. Þeir byrja heima gegn Fjölnisliði sem gæti verið að stilla saman strengina í byrjun móts og eiga svo báða nýliða í fyrstu fimm umferðunum. Völsurum gekk mjög vel í Árbænum í fyrra þannig ekki ætti Floridana-völlurinn að hræða þá mikið. Erfiðasti leikurinn verður líklega úti gegn Víkingi, sjónvarpsleikur í fjórðu umferð.01. maí: Valur – Fjölnir, Valsvöllur08. maí: Víkingur Ó. – Valur, Ólafsvíkurvöllur12. maí: Valur – Fylkir, Valsvöllur17. maí: Víkingur – Valur, Víkingssvöllur22. maí: Valur – Þróttur, ValsvöllurBjarni Ólafur Eiríksson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson.vísir/ernir/andri marinóÞRÍR SEM VALUR TREYSTIR ÁBjarni Ólafur Eiríksson: Einn allra besti bakvörður landsins og algjör lykilmaður hjá Val. Hann er ekki bara frábær varnarmaður heldur líka stór hluti af sóknarleiknum en fyrirgjafir hans eru margar hverjar frábærar og langar sendingar hans út úr vörninni geta breytt vörn í sókn á tveimur sekúndum. Það fer ekki mikið fyrir Bjarna enda lítið fyrir að hafa sig frammi en inn á vellinum er hann ómetanlegur fyrir Valsliðið og framtíð þess.Kristinn Freyr Sigurðsson: Miðjumaðurinn sló í gegn í fyrra og var einn af bestu leikmönnum Íslandsmótsins og líklega sá besti á fyrra hluta mótsins. Sóknarleikur Vals fór algjörlega í gegnum hann í fyrra og mun að stóru leyti gera það áfram. Ef Valur ætlar að taka næsta skref og berjast um Íslandsmeistaratitilinn verður Kristinn að gera það líka en hann hefur svo sannarlega hæfileikana til þess.Sigurður Egill Lárusson: Kantmaðurinn sparkvissi stimplaði sig rækilega inn sem einn af betri sóknarmönnum deildarinnar á síðustu leiktíð og var mun stöðugri í sínum leik heldur en oft áður. Framherjar Vals nutu góðs af spyrnugetu hans en Sigurður er frábær spyrnumaður, bæði þegar hann gefur fyrir á ferð og einnig úr föstum leikatriðum. Þar sem Patrick Pedersen er farinn þurfa framherjar Vals enn betri þjónustu og í henni er Sigurður lykilmaður.Guðjón Pétur Lýðsson kom frá Breiðabliki.vísir/ernirMARKAÐURINNKomnir: Guðjón Pétur Lýðsson frá Breiðabliki Rasmus Christiansen frá KR Rolf Toft frá Víkingi Nikolaj Hansen frá FC Vestsjælland Sindri Björnsson frá Leikni á lániFarnir: Patrick Pedersen í Viking Iain Williamson í Víking Anton Ari Einarsson í Grindavík á láni Emil Atlason var á láni Hilmar Þór Hilmarsson í Fram Mathias Schlie úr láni Thomas Guldborg til Lyngby Valsliðið varð fyrir miklu áfalli þegar danski framherjinn Patrick Pedersen var seldur til Viking eftir Íslandsmótið en hann var ásamt Kristni Freyr potturinn og pannan í sóknarleik Vals á síðustu leiktíð. Gullskórinn sjálfur farinn. Til að leysa hann af hólmi kom annar Dani, Nikolaj Hansen. Hann hefur ekki verið að heilla á undirbúningstímabilinu og nældu Valsmenn því til öryggis líka í Rolft Toft sem spilaði með Víkingi í fyrra og Stjörnunni árið á undan því. Hvort Toft eigi eftir að henta sóknarleik Vals mun koma í ljós en hvorugir þessara manna er jafngóðir og Patrick Pedersen. Þar sem Valsmenn gerðu mjög vel í að styrkja sig er á miðsvæðinu. Þeir misstu Iain Williamson en fengu á móti Guðjón Pétur Lýðsson frá Breiðabliki og U21 árs landsliðsmanninn Sindra Björnsson frá Leikni á láni. Guðjón Pétur hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár og einn allra besti spyrnumaður deildarinnar. Miðjukjarninn með þá Hauk Pál, Kristinn Frey, Guðjón og Sindra er mjög sterkur og er vart betri og dýpri miðju að finna í deildinni. Rasmus Christiansen er svo mættur í miðvörðinn til að leysa samlanda sinn Thomas Guldborg af. Hann var sem hvalreki í varnarleik Vals á síðustu leiktíð og verður erfitt að fylla skarð hans. Rasmus leit ekki út eins og gamli Rasmus með KR í fyrra en þá var hann að jafna sig eftir krossbandsslit. Valsmenn gerðu í heildina mjög góða hluti á félagaskiptamarkaðnum og styrktu það sem þarf að styrkja.vísir/pjeturHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Valsliðið er óhemju vel mannað og með hóp á góðum aldri. Haukur Páll og Guðjón Pétur voru lykilmenn þarna fyrir fimm árum og eru nú eldri og reyndari. Kristinn Freyr er svo með þeim inn á miðjunni sem er líka frábær leikmaður. Þetta eru leikmenn sem þekkja hvorn annan inn og út og svo er liðið með besta vinstri bakvörðinn í deildinni. Mínar þyngstu áhyggjur fyrir hönd Valsmanna er markaskor og markvarsla. Valsmenn voru svo sannarlega með markaskorara á síðustu leiktíð í Patrick Pedersen. Ingvar Þór kale, markvörður, hefur líka valdið mér áhyggjum á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera einn besti markvörður íslenska boltans undanfarinn áratug. Mér hefur fundist hann eiga erfitt uppdráttar í vetur. Valur er líka með reynslumesta þjálfarann í deildinni og ef allt er eðlilegt á Valur að gera betur en í fyrra þegar liðið hafnaði í fimmta sæti.Ólafur Jóhannesson er að gera góða hluti með Val.vísir/ernirÞað sem við vitum um Val er... að liðið er með sterkan kjarna af leikmönnum sem flestir spiluðu með liðinu í fyrra. Miðjan er sem fyrr segir mjög sterk og inn á milli eru afgerandi leikmenn sem geta unnið leiki fyrir Valsliðið. Þjálfarateymið nær mjög vel til hópsins en velgengnin hélt í raun áfram í vetur þar sem liðið komst í úrslit Reykjavíkurmótsins og undanúrslit Lengjubikarsins.Spurningamerkin eru... nýju framherjarnir. Það er ekkert grín að leysa Patrick Pedersen af hólmi en hvort Nikolaj Hansen sé einfaldlega nógu góður til að hjálpa Val að berjast um titilinn er stórt spurningamerki eins og hann hefur spilað síðan hann gekk í raðir liðsins. Það að hann og Rolf Toft skori mörk er lykilatriði fyrir Valsliðið því það var að missa markahæsta leikmann Íslandsmótsins.Skori Nikolaj Hansen nóg af mörkum eru Valsmönnum allir vegir færir.vísir/ernirÍ BESTA FALLI: Helst varnarleikurinn jafnþéttur og Ingvar Þór Kale verður jafnöflugur í markinu og hann var í fyrra. Menn haldast tiltölulega heilir og miðjan hjá Val tekur yfir leiki eins og hún hefur burði til að gera. Dönsku framherjarnir blása á allar hrakspár og skora þau mörk sem þarf til. Gangi flest upp hjá Val er ekkert útilokað að liðið berjist um titilinn enda liðið mjög vel mannað og litlar breytingar verið á milli ára.Í VERSTA FALLI: Floppa Toft og Hansen og liðinu gengur illa að skora og tapar stigum sem það á ekki að tapa. Rasmus nær ekki að fylla skarð samlanda síns sem hafði líka svo góð áhrif á Orra Sigurð Ómarsson. Hópurinn er mátulega breiður en í sumum stöðum mega Valsmenn ekki við áföllum. Valsliðið er oft gott til að lenda í svakalegum vandræðum en fari allt á versta veg verður Valur rétt fyrir neðan miðju.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili. 23. apríl 2016 09:00 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra. 20. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti. 22. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári. 25. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári. 21. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili. 23. apríl 2016 09:00
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00