Hef brennandi áhuga á kvikmyndagerð Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. apríl 2016 17:00 Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri, ásamt hluta af leikhópnum. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á kvikmyndagerð, ég hef verið að gera stuttmyndir og bíómyndir frá því ég man eftir mér, markmið mitt var alltaf að gera mynd í fullri lengd,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, leikstjóri og handritshöfundur, spurður út í áhuga hans á kvikmyndagerð en hann er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjustu mynd sína Snjó og Salóme, en hún er væntanleg í kvikmyndahús í október. Snjór og Salóme er rómantísk gamanmynd sem fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langverandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju og hún flytur inn. „Já, það er óhætt að segja að myndin sé bæði gamanmynd og drama, þar sem við fylgjumst með hvernig Salóme, sem leikin er af Önnu Hafþórsdóttur, greiðir úr þessari flækju og kemur lífi sínu aftur í rétt horf,“ segir Sigurður og bætir við að Anna hafi einnig leikið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði. Leikhópur myndarinnar er alls ekki af verri endanum en ásamt krökkunum sem fóru með hlutverk í kvikmyndinni Webcam, fara þau Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn með hlutverk í myndinni. Eins og áður hefur komið fram leikstýrði Sigurður kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í fyrrasumar. Myndin fékk góða dóma og gekk vonum framar að hans sögn. „Ég var alveg ótrúlega sáttur við viðbrögðin sem ég fékk við Webcam. Mig langar að gera eins mikið af myndum og ég get svo ég fór strax í að undirbúa næstu mynd og hóf að skrifa handritið að Snjó og Salóme um leið og búið var að frumsýna Webcam. Þetta hefur verið virkilega lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður. Fram undan er nóg um að vera hjá Sigurði en hann er meðframleiðandi að kvikmyndinni Tungl sem leikstýrt er af Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni. „Ég hef lifað og hrærst í þessum geira í nokkur ár. Ég ætla að gera eins mikið af kvikmyndum og ég get, fram undan eru spennandi verkefni. Meðal annars er ég að framleiða myndina Tungl sem fer í tökur fljótlega, svo stefni ég á að koma Snjó og Salóme inn á erlendar kvikmyndahátíðir. Það er bæði rosalega gott tækifæri til að kynna myndina og getur skapað ný og skemmtileg tækifæri,“ segir Sigurður fullur bjartsýni á komandi tíma. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar. 14. maí 2015 12:00 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á kvikmyndagerð, ég hef verið að gera stuttmyndir og bíómyndir frá því ég man eftir mér, markmið mitt var alltaf að gera mynd í fullri lengd,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, leikstjóri og handritshöfundur, spurður út í áhuga hans á kvikmyndagerð en hann er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjustu mynd sína Snjó og Salóme, en hún er væntanleg í kvikmyndahús í október. Snjór og Salóme er rómantísk gamanmynd sem fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langverandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju og hún flytur inn. „Já, það er óhætt að segja að myndin sé bæði gamanmynd og drama, þar sem við fylgjumst með hvernig Salóme, sem leikin er af Önnu Hafþórsdóttur, greiðir úr þessari flækju og kemur lífi sínu aftur í rétt horf,“ segir Sigurður og bætir við að Anna hafi einnig leikið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði. Leikhópur myndarinnar er alls ekki af verri endanum en ásamt krökkunum sem fóru með hlutverk í kvikmyndinni Webcam, fara þau Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn með hlutverk í myndinni. Eins og áður hefur komið fram leikstýrði Sigurður kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í fyrrasumar. Myndin fékk góða dóma og gekk vonum framar að hans sögn. „Ég var alveg ótrúlega sáttur við viðbrögðin sem ég fékk við Webcam. Mig langar að gera eins mikið af myndum og ég get svo ég fór strax í að undirbúa næstu mynd og hóf að skrifa handritið að Snjó og Salóme um leið og búið var að frumsýna Webcam. Þetta hefur verið virkilega lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður. Fram undan er nóg um að vera hjá Sigurði en hann er meðframleiðandi að kvikmyndinni Tungl sem leikstýrt er af Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni. „Ég hef lifað og hrærst í þessum geira í nokkur ár. Ég ætla að gera eins mikið af kvikmyndum og ég get, fram undan eru spennandi verkefni. Meðal annars er ég að framleiða myndina Tungl sem fer í tökur fljótlega, svo stefni ég á að koma Snjó og Salóme inn á erlendar kvikmyndahátíðir. Það er bæði rosalega gott tækifæri til að kynna myndina og getur skapað ný og skemmtileg tækifæri,“ segir Sigurður fullur bjartsýni á komandi tíma.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar. 14. maí 2015 12:00 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta Sigurður Anton Friðþjófsson, skrifar og leikstýrir Camgirl sem frumsýnd er í sumar. 14. maí 2015 12:00