Matt LeBlanc í nýrri Top Gear stríðnistiklu Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 16:08 Nú fer að líða að sýningu fyrstu Top Gear þáttaraðarinnar hjá BBC með nýjum stjórnendum þáttanna. Einn þeirra er Friends leikarinn Matt LeBlanc sem hér sést glíma við Ariel Nomad mjög svo torfæruhæfan Buggy-bíl. Það reynist honum þrautin þyngri að komast í bílinn enda engar hurðir á honum, en svo tekur fjörið við hjá Matt, enda bíllinn öflugur og fer afar létt með óslétt undirlagið á þessum slaglanga bíl. Ekki er rykið sem bíllinn þyrla upp með öllu afli sínu til að gleðja Matt eins og hér sést en það má afsaka með öðrum kostum bílsins, en Ariel Nomad er ekki með þak frekar en hurðir. Það verður forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur munu sakna þríeykisins Clarkson, Hammond og May svo mikið að þættirnir munu ekki ná fyrra flugi, en það kemur í ljós í næsta mánuði. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent
Nú fer að líða að sýningu fyrstu Top Gear þáttaraðarinnar hjá BBC með nýjum stjórnendum þáttanna. Einn þeirra er Friends leikarinn Matt LeBlanc sem hér sést glíma við Ariel Nomad mjög svo torfæruhæfan Buggy-bíl. Það reynist honum þrautin þyngri að komast í bílinn enda engar hurðir á honum, en svo tekur fjörið við hjá Matt, enda bíllinn öflugur og fer afar létt með óslétt undirlagið á þessum slaglanga bíl. Ekki er rykið sem bíllinn þyrla upp með öllu afli sínu til að gleðja Matt eins og hér sést en það má afsaka með öðrum kostum bílsins, en Ariel Nomad er ekki með þak frekar en hurðir. Það verður forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur munu sakna þríeykisins Clarkson, Hammond og May svo mikið að þættirnir munu ekki ná fyrra flugi, en það kemur í ljós í næsta mánuði.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent