Íslenski boltinn

Bikarkeppnin ber nafn Borgunar til ársloka 2017

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bikarkeppni KSÍ mun bera nafn Borgunar út árið 2017. Borgun og 365 miðlar skrifuðu undir samning þess efnis í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Í samningnum er kveðið á um fleiri beinar útsendingar og enn meiri umfjöllun um bikarkepppnina.

„Þetta hefur farið vaxandi en tók smá tíma til að fóta sig. Smám saman höfum við komið merkinu betur á framfæri og samstarfið hefur tekist afar vel og verið ánægjulegt,“ sagði Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er tækifæri fyrir Borgun að styðja við fótboltann og koma nafninu, Borgun, á framfæri.“

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, er ánægður með aukinn fjölda útsendinga frá Borgunarbikarnum.

„Við elskum fótbolta og allar íþróttir. Það er mjög ánægjulegt að séum búnir að ganga frá samningi um áframhaldandi samstarf,“ sagði Sævar.

Borgunarbikar karla hefst með leik KH og Snæfells í 1. umferð 27. apríl. Fyrsta umferð Borgunarbikars kvenna fer fram dagana 8. og 9. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×