Lokamynd Sólveigar Anspach keppir á Cannes Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. apríl 2016 14:43 Sólveig Anspach átti eina af vinsælustu mynd Frakka árið 2013. Vísir Síðasta mynd Sólveigu Anspach, sem lést eftir langa baráttu við krabbamein í fyrra, er á meðal mynda sem keppa í flokknum Director‘s forthnight á Cannes í maí. Sólveig kláraði tökur á myndinni, sem ber nafnið Sundáhrifin (L‘effet aquatigue), aðeins nokkrum mánuðum áður en hún lést í fyrra 54 ára að aldri. Sólveig náði einnig að klippa stóran hluta myndarinnar sjálf en samstarfsfólk hennar kláraði hana svo eftir tilmælum Sólveigar. Myndin, sem heitir The Together Project upp á enskuna, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni.Kvimyndin Sundáhrifin er lokamynd þríleyksins um Önnu skáld og son hennar.Vísir/ZikZakLokahluti þríleyks Myndin er lokahluti þríleiks sem hófst með myndinni Skrapp út sem kom út árið 2008 og skartaði Diddu Jónsdóttur skáldi í hlutverki Önnu dópsala í Reykjavík. Önnur mynd þríleiksins hét Queen of Mentreuil en í henni var Anna strandaglópur í Frakklandi ásamt syni sínum. Í þeirri mynd kynnast þau ungri ekkju, að nafni Agathe, í úthverfi Parísar. Í lokahlutanum kemur svo Agathe til Íslands, til þess að sitja alþjóðlega ráðstefnu sundkennara í Hörpu, og hittir hún aftur Önnu og son hennar í Reykjavík. Handrit myndarinnar skrifaði Sólveig sjálf í samstarfi við Jean-Luc Gaget. Sólveig átti þó nokkurri velgengni að fagna í Frakklandi, þar sem hún bjó og starfaði að mestu. Hún leikstýrði meðal annars og skrifaði gamanmyndina Lulu femme nue sem var ein tekjuhæsta mynd Frakka árið 2013 og var tilnefnd til Cesár verðlaunanna þarlendis fyrir handrit myndarinnar. Um 500 þúsund manns sáu myndina í bíó í Frakklandi í fyrra. Sólveig Anspach fæddist í Vestmannaeyjum árið 1960 og eftir hana liggja 14 bíómyndir og heimildamyndir. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. 9. ágúst 2015 19:56 Sólveig Anspach látin Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. 8. ágúst 2015 20:43 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Síðasta mynd Sólveigu Anspach, sem lést eftir langa baráttu við krabbamein í fyrra, er á meðal mynda sem keppa í flokknum Director‘s forthnight á Cannes í maí. Sólveig kláraði tökur á myndinni, sem ber nafnið Sundáhrifin (L‘effet aquatigue), aðeins nokkrum mánuðum áður en hún lést í fyrra 54 ára að aldri. Sólveig náði einnig að klippa stóran hluta myndarinnar sjálf en samstarfsfólk hennar kláraði hana svo eftir tilmælum Sólveigar. Myndin, sem heitir The Together Project upp á enskuna, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni.Kvimyndin Sundáhrifin er lokamynd þríleyksins um Önnu skáld og son hennar.Vísir/ZikZakLokahluti þríleyks Myndin er lokahluti þríleiks sem hófst með myndinni Skrapp út sem kom út árið 2008 og skartaði Diddu Jónsdóttur skáldi í hlutverki Önnu dópsala í Reykjavík. Önnur mynd þríleiksins hét Queen of Mentreuil en í henni var Anna strandaglópur í Frakklandi ásamt syni sínum. Í þeirri mynd kynnast þau ungri ekkju, að nafni Agathe, í úthverfi Parísar. Í lokahlutanum kemur svo Agathe til Íslands, til þess að sitja alþjóðlega ráðstefnu sundkennara í Hörpu, og hittir hún aftur Önnu og son hennar í Reykjavík. Handrit myndarinnar skrifaði Sólveig sjálf í samstarfi við Jean-Luc Gaget. Sólveig átti þó nokkurri velgengni að fagna í Frakklandi, þar sem hún bjó og starfaði að mestu. Hún leikstýrði meðal annars og skrifaði gamanmyndina Lulu femme nue sem var ein tekjuhæsta mynd Frakka árið 2013 og var tilnefnd til Cesár verðlaunanna þarlendis fyrir handrit myndarinnar. Um 500 þúsund manns sáu myndina í bíó í Frakklandi í fyrra. Sólveig Anspach fæddist í Vestmannaeyjum árið 1960 og eftir hana liggja 14 bíómyndir og heimildamyndir.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. 9. ágúst 2015 19:56 Sólveig Anspach látin Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. 8. ágúst 2015 20:43 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Didda minnist Sólveigar Anspach: „Hún bauð ekki dauðanum í kaffi“ Sólveig Anspach hafði nýlokið tökum á nýjustu bíómynd sinni, Sundáhrifin þegar hún lést úr krabbameini, þann sjöunda ágúst. 9. ágúst 2015 19:56
Sólveig Anspach látin Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. 8. ágúst 2015 20:43