Andið eðlilega,hlýtur stuðning frá kvikmyndasjóðum Svíþjóðar og Belgíu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 28. apríl 2016 09:45 Ísold Uggadóttir leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Visir/Anton Kvikmyndagerðakonan Ísold Uggadóttir, er um þessar mundir að vinna að kvikmyndinni Andið eðlilega sem fer í tökur í september. Myndin tekur á samfélagslegu málefni, en þau hafa verið Ísold hugleikin. Nýlega hlaut hún stuðning frá bæði sænska kvikmyndasjóðnum og þeim belgíska, auk Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem áður hafði staðfest stuðning sinn. „Vissulega er þetta spennandi ferli, en krefjandi engu að síður. Það er í mörg horn að líta og hlakka ég mest til að fara að leikstýra, í stað þess að tala sífellt um fjármögnun, undirbúning og ráðningar. En ég er óneitanlega þakklát fyrir það góða fólk sem ég hef þegar fengið til liðs við mig, og sýnist mér að þetta eigi ekki að geta klikkað,“ segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona, sem er um þessar mundir að vinna að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Andið eðlilega, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. Ísold Uggadóttir hefur unnið við kvikmyndagerð í fjölmörg ár og meðal annars leikstýrt fjórum stuttmyndum sem allar ferðuðust víða um heim og hlutu þar hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar. „Líklega var ég stoltust af því að hafa sýnt stuttmynd mína Revolution Reykjavík á hinni virtu kvikmyndhátíð Telluride, en ekki síður af sýningu hennar á MoMA-safninu 2012, í tengslum við hátíðina New Directors/New Films. Einnig var það mikið stökk þegar fyrsta stuttmynd mín, Góðir gestir, komst inna á Sundance-kvikmyndahátíðina árið 2007,“ segir Ísold. „Andið eðlilega fer í tökur í september en myndin fléttar saman sögur tveggja ólíkra kvenna, annars vegar hælisleitanda frá Úganda sem verður strandaglópur í Keflavík vegna ófullnægjandi ferðaskilríkja og hins vegar einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurvelli, sem einmitt ber ábyrgð á handtöku hinnar fyrrnefndu,“ segir Ísold „Með hlutverk hælisleitandans fer hin hæfileikaríka leikkona Babetida Sadjo frá Gíneu-Bissá, en hún hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum og leikverkum í Brussel við góðan orðstír,“ segir Ísold og bætir við að fljótlega verði tilkynnt hvaða íslenska leikkona muni fara með aðalhlutverkið á móti Babetidu. Tengdar fréttir Laðast að sögum um konur í krísu Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. 22. september 2011 09:00 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Ísold Uggadóttir fær vilyrði fyrir 80 milljóna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kvikmyndagerðarkonur hafa fengið hlutfallslega fáa styrki. 12. janúar 2015 07:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndagerðakonan Ísold Uggadóttir, er um þessar mundir að vinna að kvikmyndinni Andið eðlilega sem fer í tökur í september. Myndin tekur á samfélagslegu málefni, en þau hafa verið Ísold hugleikin. Nýlega hlaut hún stuðning frá bæði sænska kvikmyndasjóðnum og þeim belgíska, auk Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem áður hafði staðfest stuðning sinn. „Vissulega er þetta spennandi ferli, en krefjandi engu að síður. Það er í mörg horn að líta og hlakka ég mest til að fara að leikstýra, í stað þess að tala sífellt um fjármögnun, undirbúning og ráðningar. En ég er óneitanlega þakklát fyrir það góða fólk sem ég hef þegar fengið til liðs við mig, og sýnist mér að þetta eigi ekki að geta klikkað,“ segir Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona, sem er um þessar mundir að vinna að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Andið eðlilega, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. Ísold Uggadóttir hefur unnið við kvikmyndagerð í fjölmörg ár og meðal annars leikstýrt fjórum stuttmyndum sem allar ferðuðust víða um heim og hlutu þar hin ýmsu verðlaun og viðurkenningar. „Líklega var ég stoltust af því að hafa sýnt stuttmynd mína Revolution Reykjavík á hinni virtu kvikmyndhátíð Telluride, en ekki síður af sýningu hennar á MoMA-safninu 2012, í tengslum við hátíðina New Directors/New Films. Einnig var það mikið stökk þegar fyrsta stuttmynd mín, Góðir gestir, komst inna á Sundance-kvikmyndahátíðina árið 2007,“ segir Ísold. „Andið eðlilega fer í tökur í september en myndin fléttar saman sögur tveggja ólíkra kvenna, annars vegar hælisleitanda frá Úganda sem verður strandaglópur í Keflavík vegna ófullnægjandi ferðaskilríkja og hins vegar einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurvelli, sem einmitt ber ábyrgð á handtöku hinnar fyrrnefndu,“ segir Ísold „Með hlutverk hælisleitandans fer hin hæfileikaríka leikkona Babetida Sadjo frá Gíneu-Bissá, en hún hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum og leikverkum í Brussel við góðan orðstír,“ segir Ísold og bætir við að fljótlega verði tilkynnt hvaða íslenska leikkona muni fara með aðalhlutverkið á móti Babetidu.
Tengdar fréttir Laðast að sögum um konur í krísu Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. 22. september 2011 09:00 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Ísold Uggadóttir fær vilyrði fyrir 80 milljóna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kvikmyndagerðarkonur hafa fengið hlutfallslega fáa styrki. 12. janúar 2015 07:30 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Laðast að sögum um konur í krísu Ísold Uggadóttir er flutt til Íslands eftir tíu ára dvöl í New York. Hún frumsýnir útskriftarmyndina sína á RIFF og er þegar farin að huga að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. 22. september 2011 09:00
Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30
Hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Ísold Uggadóttir fær vilyrði fyrir 80 milljóna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kvikmyndagerðarkonur hafa fengið hlutfallslega fáa styrki. 12. janúar 2015 07:30