Rússneskur auðjöfur kaupir 99% í Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 16:19 Aksturskeppni í gangi á Nürburgring brautinni. Síðustu ár hafa verið eigendum þýsku akstursbrautarinnar Nürburgring erfið og hver aðilinn á fætur öðrum hefur reynt að kaupa brautina þekktu fyrir lítið fé, en rekstur hennar hefur verið í járnum í nokkurn tíma. Nú hefur hinsvegar Rússinn Viktor Kharitonin keypt 99% hlutafjár í brautinni. Allt stefndi fyrir það í að fyrirtækið Capricorn Development frá Düsseldorf keypti brautina, en fyrirtækið stóð ekki við greiðslur. Með Capricorn var Getspeed Performance sem átti að eiga mikinn minnihluta. Það 1% sem eftir stendur verður einmitt í eigu Getspeed Performance. Kaupverð Kharitonin er sagt vera 10,8 milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að fá Formúlu 1 kappakstur aftur á Nürburgring brautina en fjárhagslega veik staða fyrri eigenda hefur komið í veg fyrir það. Það gæti breyst nú og Kharitonin á víst í viðræðum við Bernie Ecclestone um að efna til Formúlu 1 kappaksturs á brautinni á næsta ári. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Síðustu ár hafa verið eigendum þýsku akstursbrautarinnar Nürburgring erfið og hver aðilinn á fætur öðrum hefur reynt að kaupa brautina þekktu fyrir lítið fé, en rekstur hennar hefur verið í járnum í nokkurn tíma. Nú hefur hinsvegar Rússinn Viktor Kharitonin keypt 99% hlutafjár í brautinni. Allt stefndi fyrir það í að fyrirtækið Capricorn Development frá Düsseldorf keypti brautina, en fyrirtækið stóð ekki við greiðslur. Með Capricorn var Getspeed Performance sem átti að eiga mikinn minnihluta. Það 1% sem eftir stendur verður einmitt í eigu Getspeed Performance. Kaupverð Kharitonin er sagt vera 10,8 milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að fá Formúlu 1 kappakstur aftur á Nürburgring brautina en fjárhagslega veik staða fyrri eigenda hefur komið í veg fyrir það. Það gæti breyst nú og Kharitonin á víst í viðræðum við Bernie Ecclestone um að efna til Formúlu 1 kappaksturs á brautinni á næsta ári.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent