Rússneskur auðjöfur kaupir 99% í Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 16:19 Aksturskeppni í gangi á Nürburgring brautinni. Síðustu ár hafa verið eigendum þýsku akstursbrautarinnar Nürburgring erfið og hver aðilinn á fætur öðrum hefur reynt að kaupa brautina þekktu fyrir lítið fé, en rekstur hennar hefur verið í járnum í nokkurn tíma. Nú hefur hinsvegar Rússinn Viktor Kharitonin keypt 99% hlutafjár í brautinni. Allt stefndi fyrir það í að fyrirtækið Capricorn Development frá Düsseldorf keypti brautina, en fyrirtækið stóð ekki við greiðslur. Með Capricorn var Getspeed Performance sem átti að eiga mikinn minnihluta. Það 1% sem eftir stendur verður einmitt í eigu Getspeed Performance. Kaupverð Kharitonin er sagt vera 10,8 milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að fá Formúlu 1 kappakstur aftur á Nürburgring brautina en fjárhagslega veik staða fyrri eigenda hefur komið í veg fyrir það. Það gæti breyst nú og Kharitonin á víst í viðræðum við Bernie Ecclestone um að efna til Formúlu 1 kappaksturs á brautinni á næsta ári. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent
Síðustu ár hafa verið eigendum þýsku akstursbrautarinnar Nürburgring erfið og hver aðilinn á fætur öðrum hefur reynt að kaupa brautina þekktu fyrir lítið fé, en rekstur hennar hefur verið í járnum í nokkurn tíma. Nú hefur hinsvegar Rússinn Viktor Kharitonin keypt 99% hlutafjár í brautinni. Allt stefndi fyrir það í að fyrirtækið Capricorn Development frá Düsseldorf keypti brautina, en fyrirtækið stóð ekki við greiðslur. Með Capricorn var Getspeed Performance sem átti að eiga mikinn minnihluta. Það 1% sem eftir stendur verður einmitt í eigu Getspeed Performance. Kaupverð Kharitonin er sagt vera 10,8 milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að fá Formúlu 1 kappakstur aftur á Nürburgring brautina en fjárhagslega veik staða fyrri eigenda hefur komið í veg fyrir það. Það gæti breyst nú og Kharitonin á víst í viðræðum við Bernie Ecclestone um að efna til Formúlu 1 kappaksturs á brautinni á næsta ári.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent