Opnar hönnunar- og listamiðstöð í gömlu kartöflugeymslunum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. vísir/Vilhelm „Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Allar grófu framkvæmdirnar eru búnar í rauninni, það sem við ætlum að gera núna í sumar er að klára húsið alveg að utan og lóðina þannig að það sé tilbúið fyrir starfsemi í haust,“ segir Kristinn Brynjólfsson, innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður. Hann er eigandi rúmlega 2.600 fermetra húsnæðis sem hýsti áður gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku og hyggst opna þar hönnunar- og listamiðstöð í haust. Útgangspunkturinn er hönnun og list og í raun allar skapandi greinar, og verða mismunandi aðilar með rekstrarrými. „Þetta verður að vera lifandi, og starfsemin verður síbreytileg,“ segir Kristinn. „Það er alveg opið hvernig starfsemi verður, en það skiptir öllu máli að það veljist inn starfsemi sem vinni vel hver með annarri svo að þetta verði eins og ein stór heild.“ Teikningar gera ráð fyrir verslunarrými, sýningarsal, fjölnotasal og bílaplani auk veitingahúss. Gert er ráð fyrir að veitingahúsið taki 157 manns í sæti. „Auglýst verður eftir rekstraraðila í veitingahúsið. Ég sé fyrir mér að ég sjái um hönnunina og húsgögnin með áherslu á íslenska hönnun og að síðan kæmi rekstraraðili að því,“ segir Kristinn. „Starfsemin á að vera þannig að hún dragi að bæði Íslendinga og ferðamenn til að sjá íslenska hönnun og listir og þá skiptir veitingahúsið máli upp á að fólk geti komið og fengið sér kaffi eða borðað. Þetta getur verið opið á kvöldin líka, opnunartíminn verður ekki endilega hinn hefðbundni níu til fimm,“ segir Kristinn. Byggingin á sér langa sögu. Hún var upphaflega reist í Hvalfirði sem sprengjugeymsla fyrir herskip Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni en eftir stríð var hún flutt á núverandi stað og nýtt sem kartöflugeymsla í áratugi. Hún var síðan endurbyggð frá grunni og bættust tvær nýbyggingar við. Kristinn hefur átt húsnæðið í tuttugu ár og er búinn að vera að vinna að þessari hugmynd allan þann tíma. „Það má segja að þetta sé draumaverkefni. Þessar gömlu kartöflugeymslur og jarðhús eru svo góður efniviður, það gerist ekki betra,“ segir Kristinn Brynjólfsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira