Ford innkallar Mustang, F-150, Expedition og Navigator af árgerðum 2011 og 2012 Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 09:52 Ford F-150 er einn þeirra bíla sem gallinn er í. Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent
Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent