Fiat Toro pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 12:35 Fiat Toro í Detroit. Þessi Fiat Toro pallbíll sást um daginn á götum Detroit í Bandaríkjunum. Hann er nú þegar í sölu í Brasilíu. Hvort tilkoma hans við prófanir í Bandaríkjunum bendi til þess að hann sé væntanlegur þangað í sölu eða víðar í heiminum skal ósagt látið. Þessi bíll er byggður á Jeep Cherokee og er eiginlega pallbílsgerð hans, en Fiat Chrysler bílafyrirtækið á Jeep. Í Brasilíu er þessi pallbíll í boði með 140 hestafla og 1,8 lítra bensínvél eða 170 hestafla og 2,0 lítra dísilvél og fæst bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn. Pallurinn á bílnum opnast með tveimur hurðum að aftan og er slíkt fyrirkomulag sjaldgæft. Ef hann yrði seldur vestanhafs myndi hann keppa við bíla eins og Chevrolet Colorado/GMC Canyon, Toyota Tacoma og Honda Ridgeline. Þá myndi hann líklega fá sömu 271 hestafla 3,2 lítra V6 vélina og er að finna í Jeep Cherokee og með 9 gíra sjálfskiptingu. Fiat hefur áður gefið það upp að með tilkomu nýrrar kynslóðar Jeep Cherokee árið 2020 verði einnig í boði pallbílsútgáfa af honum, en spurningin er hvort þessi verði fyrri til frá Fiat Chrysler. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Þessi Fiat Toro pallbíll sást um daginn á götum Detroit í Bandaríkjunum. Hann er nú þegar í sölu í Brasilíu. Hvort tilkoma hans við prófanir í Bandaríkjunum bendi til þess að hann sé væntanlegur þangað í sölu eða víðar í heiminum skal ósagt látið. Þessi bíll er byggður á Jeep Cherokee og er eiginlega pallbílsgerð hans, en Fiat Chrysler bílafyrirtækið á Jeep. Í Brasilíu er þessi pallbíll í boði með 140 hestafla og 1,8 lítra bensínvél eða 170 hestafla og 2,0 lítra dísilvél og fæst bæði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn. Pallurinn á bílnum opnast með tveimur hurðum að aftan og er slíkt fyrirkomulag sjaldgæft. Ef hann yrði seldur vestanhafs myndi hann keppa við bíla eins og Chevrolet Colorado/GMC Canyon, Toyota Tacoma og Honda Ridgeline. Þá myndi hann líklega fá sömu 271 hestafla 3,2 lítra V6 vélina og er að finna í Jeep Cherokee og með 9 gíra sjálfskiptingu. Fiat hefur áður gefið það upp að með tilkomu nýrrar kynslóðar Jeep Cherokee árið 2020 verði einnig í boði pallbílsútgáfa af honum, en spurningin er hvort þessi verði fyrri til frá Fiat Chrysler.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent