Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 24-23 | Stjarnan knúði fram oddaleik Ingvi Þór Sæmundsson í Mýrinni skrifar 29. apríl 2016 22:15 Það var hart tekist á í Mýrinni í kvöld. vísir/stefán Stjarnan knúði fram oddaleik í einvíginu við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með eins marks sigri, 24-23, í fjórða leik liðanna í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Bæði lið hafa unnið báða heimaleikina sína í einvíginu en það ræðst svo á mánudaginn hvort þeirra mætir Gróttu í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en liðið leiddi með sex mörkum að honum loknum, 15-9. Haukar spiluðu betur í seinni hálfleik og náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark um miðbik hans. Stjarnan svaraði með góðum kafla og þegar fimm mínútur voru eftir munaði fjórum mörkum á liðunum, 24-20. Á lokamínútunum duttu Stjörnukonur í þann forarpytt að reyna að verja forskotið og þær hættu að horfa á markið. Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og fengu möguleika á að jafna metin og koma leiknum í framlengingu. En Esther Viktoría Ragnarsdóttir kláraði dæmið fyrir Stjörnuna þegar hún fiskaði ruðning á Mariu Ines De Silve Pereira í lokasókn Hauka. Stjarnan varð fyrir miklu áfalli þegar markvörðurinn Florentina Stanciu meiddist í leik þrjú. Sökum meiðslanna var Florentina ekki með í kvöld, og verður væntanlega ekki meira með í úrslitakeppninni. Það var því stórt verkefni sem beið Heiðu Ingólfsdóttur í kvöld en hún leysti það afskaplega vel af hendi. Heiða varði fyrsta skotið sem hún fékk á sig sem virtist gefa henni sjálfstraust fyrir framhaldið. Hún varði alls átta skot í fyrri hálfleiknum, eða 47% þeirra skota sem hún fékk á sig. Leikurinn var jafn, og ekkert sérstaklega vel spilaður, fyrstu mínúturnar. Bæði lið gerðu fjöldan allan af klaufalegum mistökum og töpuðu boltanum alltof oft. Stjarnan var þó alltaf, að manni fannst, skrefinu á undan, jafnvel þótt liðið skoraði ekki í sjö mínútur snemma leiks. En um leið Stjarnan fór að passa betur upp á boltann seig liðið fram úr. Stjörnukonur breyttu stöðunni úr 5-6 í 8-6 og Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, fann sig tilneyddan til að taka sitt annað leikhlé eftir aðeins 20 mínútna leik. Það hafði þó lítil áhrif á hans stelpur sem voru í vandræðum á báðum endum vallarins. Sóknin var stirð og það slitnaði full oft á milli leikmanna í vörninni. Maria minnkaði muninn í 9-8 en Stjörnukonur unnu síðustu sjö mínútur fyrri hálfleiks 6-1 og fóru með sex marka forskot inn í hálfleikinn, 15-9. Haukakonur komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik, þá sérstaklega Elín Jóna Þorsteinsdóttir sem varði sex skot á fyrstu 11 mínútum seinni hálfleiks. Í sókninni bar mest á Mariu sem skoraði 10 mörk í leiknum og fiskaði tvö vítaköst. Annars var sóknarleikur Hauka einhæfur, líkt og hann var í leik tvö. Maria, Ramune og Karen Helga Díönudóttir skoruðu 18 af 23 mörkum Hauka í kvöld en í öðrum leiknum voru þær með 15 af 19 mörkum liðsins. Gestirnir sóttu ítrekað inn á miðjuna, þar sem Stjörnuvörnin er sterkust, og hornamenn liðsins fengu úr litlu að moða. Þá fengu Haukar ekki eitt einasta mark af línunni í leiknum. Þrátt fyrir þessi sóknarvandræði náðu Haukar í tvígang að minnka muninn í eitt mark um miðbik seinni hálfleik. Í stöðunni 18-17 kom hins vegar kraftur í lið Stjörnunnar sem skoraði sex mörk gegn þremur og náði fjögurra marka forskoti, 24-20, þegar fimm mínútur voru eftir. Á lokakaflanum var sóknarleikur Garðbæinga hins vegar mjög stirður og ef leikurinn hefði verið 2-3 mínútum lengri hefði Stjarnan tapað honum. Stjörnukonur náðu hins vegar að bjarga sér út úr klípunni, héngu lengi á boltanum í sinni lokasókn áður en Esther fiskaði ruðninginn mikilvæga sem gulltryggði sigurinn. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Hanna G. Stefánsdóttir kom næst með sex mörk. Þórhildur Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik að vanda og skoraði fjögur mörk af línunni. Heiða varði 14 skot í markinu (38%). Maria var langmarkahæst hjá Haukum með 10 mörk en þær Ramune og Karen Helga skoruðu fjögur mörk hvor. Elín Jóna tók 19 bolta í markinu (44%).Halldór Harri: Heiða er stórkostlegur markvörður Halldóri Harra Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, var létt eftir að hans stúlkur lönduðu eins marks sigri, 24-23, á Haukum í kvöld. Með sigrinum tryggði Stjarnan sér oddaleik um sæti í lokaúrslitum á mánudaginn. „Þetta var hörkuleikur og spennandi,“ sagði Halldór í leikslok. Honum fannst lokamínúturnar full spennandi en Stjarnan var nálægt því að glutra niður fjögurra marka forskoti á síðustu fimm mínútum leiksins. „Mér fannst við eiga séns á að klára þetta í nokkur skipti og þetta varð erfitt í sókninni. Við fórum aðeins að reyna að verja forskotið í staðinn fyrir vera áfram ákveðnar eins og við vorum í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór sem var vonum sáttur með fyrri hálfleikinn hjá Stjörnunni en liðið leiddi með sex mörkum, 15-9, eftir hann. „Vörnin var góð á löngum köflum í dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum og Heiða [Ingólfsdóttir] flott í markinu fyrir aftan. Og þá fengum við þessi einföldu mörk sem ráða oft úrslitum.“ Umrædd Heiða þurfti heldur betur að sýna hvað hún getur í kvöld þar sem Florentina Stanciu er frá vegna meiðsla. Halldór hafði þó litlar áhyggjur af Heiðu fyrir leik. „Heiða er stórkostlegur markvörður og við vitum að þegar hún fær tækifærið mun hún standa sig vel. Við vorum ekkert stressuð út af þessu, þótt það sé synd að missa Floru,“ sagði Halldór sem gerir ekki ráð fyrir að landsliðsmarkvörðurinn öflugi spili meira í úrslitakeppninni vegna meiðslanna hún varð fyrir í leik þrjú.Karen Helga: Getum ekki leyft okkur að mæta svona til leiks Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, sagði slæman fyrri hálfleik hafa orðið deildarmeisturunum að falli gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur en í hálfleik ákváðum við að gera okkar besta að reyna að ná þeim. Við gerðum það og ef það hefði eitthvað dottið með okkur hefðum við geta tekið þetta. En þær áttu þetta alveg skilið, þær spiluðu vel,“ sagði Karen í leikslok. „Það hefði verið draumur að knýja fram framlengingu því við vorum á góðu skriði. „En svona er þetta, það er einn leikur eftir og við erum ekkert hættar,“ sagði Karen en liðin mætast í oddaleik í Schenker-höllinni á mánudaginn. Sóknarleikur Hauka var einhæfur í kvöld, líkt og hann var í leik tvö á sunnudaginn. Boltinn gekk lítið út í hornin, línuspilið var ekki til staðar og það mæddi mest á leikmönnunum þremur fyrir utan. „Við hélt við værum búnar að laga þetta í leik þrjú. Við gerðum þetta vel þar. En svo duttum við í sömu gryfju í kvöld og sóttum á staði sem við eigum ekki að sækja á og tókum ótímabær skot,“ sagði Karen. „Við eigum svo miklu meira inni og við getum ekki leyft okkur að mæta svona til leiks og spila svona.“ Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Stjarnan knúði fram oddaleik í einvíginu við Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með eins marks sigri, 24-23, í fjórða leik liðanna í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Bæði lið hafa unnið báða heimaleikina sína í einvíginu en það ræðst svo á mánudaginn hvort þeirra mætir Gróttu í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en liðið leiddi með sex mörkum að honum loknum, 15-9. Haukar spiluðu betur í seinni hálfleik og náðu tvívegis að minnka muninn í eitt mark um miðbik hans. Stjarnan svaraði með góðum kafla og þegar fimm mínútur voru eftir munaði fjórum mörkum á liðunum, 24-20. Á lokamínútunum duttu Stjörnukonur í þann forarpytt að reyna að verja forskotið og þær hættu að horfa á markið. Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og fengu möguleika á að jafna metin og koma leiknum í framlengingu. En Esther Viktoría Ragnarsdóttir kláraði dæmið fyrir Stjörnuna þegar hún fiskaði ruðning á Mariu Ines De Silve Pereira í lokasókn Hauka. Stjarnan varð fyrir miklu áfalli þegar markvörðurinn Florentina Stanciu meiddist í leik þrjú. Sökum meiðslanna var Florentina ekki með í kvöld, og verður væntanlega ekki meira með í úrslitakeppninni. Það var því stórt verkefni sem beið Heiðu Ingólfsdóttur í kvöld en hún leysti það afskaplega vel af hendi. Heiða varði fyrsta skotið sem hún fékk á sig sem virtist gefa henni sjálfstraust fyrir framhaldið. Hún varði alls átta skot í fyrri hálfleiknum, eða 47% þeirra skota sem hún fékk á sig. Leikurinn var jafn, og ekkert sérstaklega vel spilaður, fyrstu mínúturnar. Bæði lið gerðu fjöldan allan af klaufalegum mistökum og töpuðu boltanum alltof oft. Stjarnan var þó alltaf, að manni fannst, skrefinu á undan, jafnvel þótt liðið skoraði ekki í sjö mínútur snemma leiks. En um leið Stjarnan fór að passa betur upp á boltann seig liðið fram úr. Stjörnukonur breyttu stöðunni úr 5-6 í 8-6 og Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, fann sig tilneyddan til að taka sitt annað leikhlé eftir aðeins 20 mínútna leik. Það hafði þó lítil áhrif á hans stelpur sem voru í vandræðum á báðum endum vallarins. Sóknin var stirð og það slitnaði full oft á milli leikmanna í vörninni. Maria minnkaði muninn í 9-8 en Stjörnukonur unnu síðustu sjö mínútur fyrri hálfleiks 6-1 og fóru með sex marka forskot inn í hálfleikinn, 15-9. Haukakonur komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik, þá sérstaklega Elín Jóna Þorsteinsdóttir sem varði sex skot á fyrstu 11 mínútum seinni hálfleiks. Í sókninni bar mest á Mariu sem skoraði 10 mörk í leiknum og fiskaði tvö vítaköst. Annars var sóknarleikur Hauka einhæfur, líkt og hann var í leik tvö. Maria, Ramune og Karen Helga Díönudóttir skoruðu 18 af 23 mörkum Hauka í kvöld en í öðrum leiknum voru þær með 15 af 19 mörkum liðsins. Gestirnir sóttu ítrekað inn á miðjuna, þar sem Stjörnuvörnin er sterkust, og hornamenn liðsins fengu úr litlu að moða. Þá fengu Haukar ekki eitt einasta mark af línunni í leiknum. Þrátt fyrir þessi sóknarvandræði náðu Haukar í tvígang að minnka muninn í eitt mark um miðbik seinni hálfleik. Í stöðunni 18-17 kom hins vegar kraftur í lið Stjörnunnar sem skoraði sex mörk gegn þremur og náði fjögurra marka forskoti, 24-20, þegar fimm mínútur voru eftir. Á lokakaflanum var sóknarleikur Garðbæinga hins vegar mjög stirður og ef leikurinn hefði verið 2-3 mínútum lengri hefði Stjarnan tapað honum. Stjörnukonur náðu hins vegar að bjarga sér út úr klípunni, héngu lengi á boltanum í sinni lokasókn áður en Esther fiskaði ruðninginn mikilvæga sem gulltryggði sigurinn. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Hanna G. Stefánsdóttir kom næst með sex mörk. Þórhildur Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik að vanda og skoraði fjögur mörk af línunni. Heiða varði 14 skot í markinu (38%). Maria var langmarkahæst hjá Haukum með 10 mörk en þær Ramune og Karen Helga skoruðu fjögur mörk hvor. Elín Jóna tók 19 bolta í markinu (44%).Halldór Harri: Heiða er stórkostlegur markvörður Halldóri Harra Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, var létt eftir að hans stúlkur lönduðu eins marks sigri, 24-23, á Haukum í kvöld. Með sigrinum tryggði Stjarnan sér oddaleik um sæti í lokaúrslitum á mánudaginn. „Þetta var hörkuleikur og spennandi,“ sagði Halldór í leikslok. Honum fannst lokamínúturnar full spennandi en Stjarnan var nálægt því að glutra niður fjögurra marka forskoti á síðustu fimm mínútum leiksins. „Mér fannst við eiga séns á að klára þetta í nokkur skipti og þetta varð erfitt í sókninni. Við fórum aðeins að reyna að verja forskotið í staðinn fyrir vera áfram ákveðnar eins og við vorum í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór sem var vonum sáttur með fyrri hálfleikinn hjá Stjörnunni en liðið leiddi með sex mörkum, 15-9, eftir hann. „Vörnin var góð á löngum köflum í dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum og Heiða [Ingólfsdóttir] flott í markinu fyrir aftan. Og þá fengum við þessi einföldu mörk sem ráða oft úrslitum.“ Umrædd Heiða þurfti heldur betur að sýna hvað hún getur í kvöld þar sem Florentina Stanciu er frá vegna meiðsla. Halldór hafði þó litlar áhyggjur af Heiðu fyrir leik. „Heiða er stórkostlegur markvörður og við vitum að þegar hún fær tækifærið mun hún standa sig vel. Við vorum ekkert stressuð út af þessu, þótt það sé synd að missa Floru,“ sagði Halldór sem gerir ekki ráð fyrir að landsliðsmarkvörðurinn öflugi spili meira í úrslitakeppninni vegna meiðslanna hún varð fyrir í leik þrjú.Karen Helga: Getum ekki leyft okkur að mæta svona til leiks Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, sagði slæman fyrri hálfleik hafa orðið deildarmeisturunum að falli gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur en í hálfleik ákváðum við að gera okkar besta að reyna að ná þeim. Við gerðum það og ef það hefði eitthvað dottið með okkur hefðum við geta tekið þetta. En þær áttu þetta alveg skilið, þær spiluðu vel,“ sagði Karen í leikslok. „Það hefði verið draumur að knýja fram framlengingu því við vorum á góðu skriði. „En svona er þetta, það er einn leikur eftir og við erum ekkert hættar,“ sagði Karen en liðin mætast í oddaleik í Schenker-höllinni á mánudaginn. Sóknarleikur Hauka var einhæfur í kvöld, líkt og hann var í leik tvö á sunnudaginn. Boltinn gekk lítið út í hornin, línuspilið var ekki til staðar og það mæddi mest á leikmönnunum þremur fyrir utan. „Við hélt við værum búnar að laga þetta í leik þrjú. Við gerðum þetta vel þar. En svo duttum við í sömu gryfju í kvöld og sóttum á staði sem við eigum ekki að sækja á og tókum ótímabær skot,“ sagði Karen. „Við eigum svo miklu meira inni og við getum ekki leyft okkur að mæta svona til leiks og spila svona.“
Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira