Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2016 19:20 Benedikt Kristján Mewes. Mynd/aðsend „Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
„Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira