Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2016 19:20 Benedikt Kristján Mewes. Mynd/aðsend „Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
„Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira