Harpa með þrennu í fjórða sigri stelpnanna í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 16:51 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrjú mörk í Minsk. Vísir/Hilmar Þór Guðmundsson/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en það var fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútna leik. Margrét Lára var þarna að skora sitt 76. mark fyrir A-landsliðið og bætir enn við metið sitt. Íslenska liðið er með tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 17-0. Liðið er enn í öðru sæti, þremur stigum á eftir Skotlandi en á leik inni á Skotana sem hafa líka unnið alla sína leiki. Íslenska liðið vann fyrri leik liðanna 2-0 á Laugardalsvellinum en heimastúlkur áttu fá svör við þeim íslensku á gervigrasinu í Minsk í dag. Næsti leikur íslenska liðsins er úti í Skotlandi 3. júní næstkomandi og er það án vafa annar af tveimur úrslitaleikjum riðilsins. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 13. mínútu með laglegu skoti frá vítateig eftir frábæra langa sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað markið í tómt markið á 24. mínútu eftir að Dagný Brynjarsdóttir gaf boltann óeigingjarnt á hana. Harpa skoraði síðan fjórða markið á 34. mínútu með skalla eftir að Elín Metta Jensen skallaði fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur á hana. Harpa innsiglaði síðan þrennuna sína á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Fanndísi. Dagný Brynjarsdóttir kórónaði flottan leik sinn með því að skora fimmta markið á 86. mínútu og enn á ný kom markið eftir undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur. Fanndís tók þá frábæra hornspyrnu og Dagný skoraði með laglegum skalla úr teignum. Það var lokamark leiksins og íslensku stelpurnar hafa farið á kostum í þremur útileikjum sínum í undankeppninni. Þrír sigrar og fimmtán mörk í þremur leikjum. Íslensku stelpurnar léku léttleikandi og skemmtilegan fótbolta í dag og helst mátti gagnrýna liðið fyrir fyrirgjafirnar sem voru oft ekki nógu góðar. Hápressan, samspilið og vinnslan í liðinu voru til mikillar fyrirmyndar og stelpurnar og þjálfarinn Freyr Alexandersson eigi mikið hrós skilið fyrir vel upp lagðan leik. Dagný Brynjarsdóttir vann boltann hvað eftir annað á miðjunni og Sara Björk Gunnarsdóttir stjórnaði spilinu eins og herforingi. Frábær leikur hjá þeim báðum. Fanndís Friðriksdóttir átti þrjár stoðsendingar í leiknum og eina sendingu að auki sem átti stóran þátt í marki. Fanndís var því allt í öllu í mörkum íslenska liðsins. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30 Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30 Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00 Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en það var fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútna leik. Margrét Lára var þarna að skora sitt 76. mark fyrir A-landsliðið og bætir enn við metið sitt. Íslenska liðið er með tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 17-0. Liðið er enn í öðru sæti, þremur stigum á eftir Skotlandi en á leik inni á Skotana sem hafa líka unnið alla sína leiki. Íslenska liðið vann fyrri leik liðanna 2-0 á Laugardalsvellinum en heimastúlkur áttu fá svör við þeim íslensku á gervigrasinu í Minsk í dag. Næsti leikur íslenska liðsins er úti í Skotlandi 3. júní næstkomandi og er það án vafa annar af tveimur úrslitaleikjum riðilsins. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 13. mínútu með laglegu skoti frá vítateig eftir frábæra langa sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað markið í tómt markið á 24. mínútu eftir að Dagný Brynjarsdóttir gaf boltann óeigingjarnt á hana. Harpa skoraði síðan fjórða markið á 34. mínútu með skalla eftir að Elín Metta Jensen skallaði fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur á hana. Harpa innsiglaði síðan þrennuna sína á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Fanndísi. Dagný Brynjarsdóttir kórónaði flottan leik sinn með því að skora fimmta markið á 86. mínútu og enn á ný kom markið eftir undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur. Fanndís tók þá frábæra hornspyrnu og Dagný skoraði með laglegum skalla úr teignum. Það var lokamark leiksins og íslensku stelpurnar hafa farið á kostum í þremur útileikjum sínum í undankeppninni. Þrír sigrar og fimmtán mörk í þremur leikjum. Íslensku stelpurnar léku léttleikandi og skemmtilegan fótbolta í dag og helst mátti gagnrýna liðið fyrir fyrirgjafirnar sem voru oft ekki nógu góðar. Hápressan, samspilið og vinnslan í liðinu voru til mikillar fyrirmyndar og stelpurnar og þjálfarinn Freyr Alexandersson eigi mikið hrós skilið fyrir vel upp lagðan leik. Dagný Brynjarsdóttir vann boltann hvað eftir annað á miðjunni og Sara Björk Gunnarsdóttir stjórnaði spilinu eins og herforingi. Frábær leikur hjá þeim báðum. Fanndís Friðriksdóttir átti þrjár stoðsendingar í leiknum og eina sendingu að auki sem átti stóran þátt í marki. Fanndís var því allt í öllu í mörkum íslenska liðsins.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30 Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30 Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00 Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30
Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30
Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00
Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47