H&M í túnfætinum stjórnarmaðurinn skrifar 13. apríl 2016 08:00 Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera! Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera!
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira