Elska gervigras Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2016 06:00 Harpa fagnar einu marka sinna ásamt Fanndísi Friðriksdóttur og Hallberu Gísladóttur. vísir/hilmar þór guðmundsson/ksí Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira
Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira
Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10