Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2016 11:22 Fjórir voru á ísnum þegar lögregla kom á staðinn og komust þeir heilir á höldnu á land þar sem þeir voru teknir tali. Vísir/Lögreglan á Suðurlandi Hópur ferðamanna hætti sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni í gær. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en þar segir að um 15 til 20 manns hafi farið út á lónið að sögn sjónarvotta en flestir voru komnir á fast land þegar lögreglu bar að. Fjórir voru á ísnum þegar lögregla kom á staðinn og komust þeir heilir á höldnu á land þar sem þeir voru teknir tali. Lögreglan segir aðstæður á Jökulsárlóni í gær hafa verið þannig að íshröngl og smájakar höfðu safnast sunnarlega á lóninu í norðanvindinum síðustu daga, til móts við þjónustubyggingu og bifreiðastæði. Kröftugt innfall var inn í lónið og talsverð hreyfing á ísnum sökum þess. Var ísinn því mjög ótryggur að sögn lögreglu og opnar vakir á milli. Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. Lögregla beinir því til fólks virða merkingar við Jökulsárlón um að ekki sé óhætt að fara út á ísinn og fara að öllu með gát. Eins að láta ekki afskiptalaust ef sést til fólks að fikra sig út á ísinn, heldur láta vita svo hægt sé að grípa inn í og afstýra slysum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Staðarhaldari segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna við Jökulsárlón "Reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks.“ 19. febrúar 2016 14:46 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hópur ferðamanna hætti sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni í gær. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en þar segir að um 15 til 20 manns hafi farið út á lónið að sögn sjónarvotta en flestir voru komnir á fast land þegar lögreglu bar að. Fjórir voru á ísnum þegar lögregla kom á staðinn og komust þeir heilir á höldnu á land þar sem þeir voru teknir tali. Lögreglan segir aðstæður á Jökulsárlóni í gær hafa verið þannig að íshröngl og smájakar höfðu safnast sunnarlega á lóninu í norðanvindinum síðustu daga, til móts við þjónustubyggingu og bifreiðastæði. Kröftugt innfall var inn í lónið og talsverð hreyfing á ísnum sökum þess. Var ísinn því mjög ótryggur að sögn lögreglu og opnar vakir á milli. Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. Lögregla beinir því til fólks virða merkingar við Jökulsárlón um að ekki sé óhætt að fara út á ísinn og fara að öllu með gát. Eins að láta ekki afskiptalaust ef sést til fólks að fikra sig út á ísinn, heldur láta vita svo hægt sé að grípa inn í og afstýra slysum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Staðarhaldari segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna við Jökulsárlón "Reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks.“ 19. febrúar 2016 14:46 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00
Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55
Staðarhaldari segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna við Jökulsárlón "Reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks.“ 19. febrúar 2016 14:46