Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 25-21 | Framkonur sterkari á lokakaflanum Ingvi Þór Sæmundsson í Safamýri skrifar 18. apríl 2016 20:00 Fram-stúlkur eru klárar í slaginn. vísir/vilhelm Fram er komið í undanúrslit Olís-deildar kvenna eftir fjögurra marka sigur á ÍBV, 25-21, í oddaleik í Safamýrinni í kvöld. Framkonur töpuðu fyrsta leiknum í einvíginu á heimavelli en náðu að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem liðið mætir Íslandsmeisturum Gróttu. Mikið hefur kvarnast úr liði ÍBV vegna meiðsla að undanförnu en þrír fastamenn voru til þess að gera ekkert með í leiknum í kvöld. Greta Kavaliauskaite er meidd og sömu sögu er að segja af Veru Lopes og Drífu Þorvaldsdóttur sem tóku takmarkaðan þátt í leiknum í kvöld. Þá var Díana Dögg Magnúsdóttir borin af velli þegar skammt var til leiksloka. Þrátt fyrir þessi afföll var Eyjaliðið inni í leiknum allan tímann en skorti reynslu og yfirvegun til að klára dæmið. Fyrstu mínútur leiksins voru skotkeppni milli Ragnheiðar Júlíusdóttur og Esterar Óskarsdóttur. Ragnheiður skoraði fyrstu þrjú mörk Fram og Ester fjögur fyrstu mörk ÍBV. Eftir þessa góðu byrjun þeirrar síðarnefndu fóru Framkonur að taka hana úr umferð sem gaf góða raun. Þá þurftu aðrir og reynsluminni leikmenn ÍBV að taka af skarið í sókninni með misjöfnum árangri. Á meðan gekk sóknarleikur Fram ljómandi vel og ekki síst hraðaupphlaupin sem skiluðu fimm mörkum í fyrri hálfleik. Ragnheiður hélt einnig uppteknum hætti og var komin með sex mörk eftir 16 mínútur. Eyjakonur jöfnuðu metin í 8-8 þegar 10 mínútur voru til hálfleiks en þá komu fjögur mörk frá Fram í röð. Hulda Dagsdóttir skoraði þrjú þeirra en hún átti fína innkomu í lið heimakvenna. En gestirnir gáfust ekki upp og svöruðu með 4-0 kafla og jöfnuðu metin í 12-12. Erla Rós Sigmarsdóttir var öflug í markinu á þessum kafla en hún tók alls 10 skot í fyrri hálfleik (42%), þremur fleiri en markmenn Fram. Liðin skoruðu tvö mörk hvor á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og því var staðan jöfn, 14-14, þegar þau gengu til búningsherbergja. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn betur og leiddi framan af honum. Og þegar 19 mínútur voru til leiksloka kom Ester gestunum tveimur mörkum yfir, 17-19. En á síðustu 19 mínútum leiksins hrökk sóknarleikur ÍBV í baklás og liðið skoraði aðeins tvö mörk á þeim kafla. Framkonur tóku Ester alveg úr umferð og við það fór mesti broddurinn úr sókn Eyjakvenna. Þá fór Guðrún Ósk Maríasdóttir að verja vel í marki Fram á meðan markvarslan hjá ÍBV datt niður. Eyjakonur gerðu sér líka erfitt fyrir með klaufalegum brottrekstrum. Fram gekk á lagið, fékk nokkur hraðaupphlaupsmörk og kláraði leikinn af öryggi. Lokatölur 25-21, Fram í vil. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með 10 mörk en hún var sérlega öflug í upphafi leiks eins og áður sagði. Steinunn Björnsdóttir átti líka stórleik; skoraði sex mörk úr sjö skotum af línunni og spilaði frábæra vörn. Guðrún Ósk varði 19 skot í markinu, eða 56% þeirra skota sem hún fékk á sig. Ester skoraði átta mörk fyrir ÍBV og þær Díana Dögg og Sandra Dís fjögur mörk hvor. Erla Rós varði 16 skot (39%) í markinu.Guðrún Ósk: Eftir að ég varði vítið var ekki aftur snúið Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram, fór í gang í seinni hálfleik og átti stóran þátt í að liðinu tókst að landa sigri gegn ÍBV í kvöld. „Já, við vissum allan tímann að þetta yrði baráttuleikur. Þetta snerist bara um að halda út,“ sagði Guðrún. „Það komu nokkrar góðar markvörslur undir lokin og eftir að ég varði vítið frá Veru [Lopes] var ekki aftur snúið.“ Fram tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en jafnaði metin úti í Eyjum á laugardaginn. Guðrún er á því að það hafi verið besti leikur Framkvenna í einvíginu. „Það var klárlega útileikurinn. Þessi var aðeins meira upp og niður en við héldum dampi og það er það sem skiptir máli,“ sagði Guðrún sem hefur mikla trú á sínu liði í framhaldinu. „Við förum með fullt sjálfstraust í næstu rimmu og þetta verða hörkuerfiðir baráttuleikir,“ sagði Guðrún en Fram mætir Íslandsmeisturum Gróttu í undanúrslitunum.Hrafnhildur: Ég hefði líka tekið Ester úr umferð Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, kvaðst stolt af sínu liði þrátt fyrir tapið fyrir Fram í kvöld. Meiðsladraugurinn hefur ásótt Eyjaliðið að undanförnu og margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Þetta hafði klárlega sitt að segja, þetta er ekkert smá stór pakki. Við erum að tala um þrjá af fjórum útileikmönnum sem hafa spilað mest í vetur,“ sagði Hrafnhildur í samtali við Vísi eftir leik. „Í sjálfu sér var Ester [Óskarsdóttir] bara eftir og svo Sandra Dís [Sigurðardóttir] og Þóra [Guðný Arnarsdóttir] sem hafa lítið spilað í vetur. Þær komu flottar inn en þetta er stórt skref að stíga, að taka svona mikla ábyrgð í úrslitakeppni.“ Umrædd Ester skoraði fyrstu fjögur mörk ÍBV í kvöld en var svo tekin úr umferð. Hrafnhildur segist hafa farið sömu leið ef hún hefði verið að þjálfa á móti ÍBV. „Við vissum alltaf að þær myndu taka hana út, það var gefið mál. Hún var frábær í þessum leik og er ótrúlega góður og flottur leikmaður. Ef væri í hinu liðinu hefði ég líka alltaf tekið hana út,“ sagði Hrafnhildur. Díana Dögg Magnúsdóttir, hægri hornamaður ÍBV, var borin af velli þegar skammt var til leiksloka og virtust meiðsli hennar frekar alvarleg. „Augað á henni leit rosalega illa út og hún hefur örugglega fengið heilahristing og með því. Þannig að hún verður sennilega frá í einhvern tíma,“ sagði Hrafnhildur sem var að klára sitt fyrsta ár í meistaraflokksþjálfun. Hún á eitt ár eftir af samningi sínum við ÍBV og ætlar að halda kyrru fyrir í Eyjum. „Ég á ár eftir af samning og ætla að klára hann. Við fjölskyldan erum ótrúlega ánægð á Eyjunni og það stendur ekkert annað til en að vera áfram,“ sagði Hrafnhildur að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Fram er komið í undanúrslit Olís-deildar kvenna eftir fjögurra marka sigur á ÍBV, 25-21, í oddaleik í Safamýrinni í kvöld. Framkonur töpuðu fyrsta leiknum í einvíginu á heimavelli en náðu að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem liðið mætir Íslandsmeisturum Gróttu. Mikið hefur kvarnast úr liði ÍBV vegna meiðsla að undanförnu en þrír fastamenn voru til þess að gera ekkert með í leiknum í kvöld. Greta Kavaliauskaite er meidd og sömu sögu er að segja af Veru Lopes og Drífu Þorvaldsdóttur sem tóku takmarkaðan þátt í leiknum í kvöld. Þá var Díana Dögg Magnúsdóttir borin af velli þegar skammt var til leiksloka. Þrátt fyrir þessi afföll var Eyjaliðið inni í leiknum allan tímann en skorti reynslu og yfirvegun til að klára dæmið. Fyrstu mínútur leiksins voru skotkeppni milli Ragnheiðar Júlíusdóttur og Esterar Óskarsdóttur. Ragnheiður skoraði fyrstu þrjú mörk Fram og Ester fjögur fyrstu mörk ÍBV. Eftir þessa góðu byrjun þeirrar síðarnefndu fóru Framkonur að taka hana úr umferð sem gaf góða raun. Þá þurftu aðrir og reynsluminni leikmenn ÍBV að taka af skarið í sókninni með misjöfnum árangri. Á meðan gekk sóknarleikur Fram ljómandi vel og ekki síst hraðaupphlaupin sem skiluðu fimm mörkum í fyrri hálfleik. Ragnheiður hélt einnig uppteknum hætti og var komin með sex mörk eftir 16 mínútur. Eyjakonur jöfnuðu metin í 8-8 þegar 10 mínútur voru til hálfleiks en þá komu fjögur mörk frá Fram í röð. Hulda Dagsdóttir skoraði þrjú þeirra en hún átti fína innkomu í lið heimakvenna. En gestirnir gáfust ekki upp og svöruðu með 4-0 kafla og jöfnuðu metin í 12-12. Erla Rós Sigmarsdóttir var öflug í markinu á þessum kafla en hún tók alls 10 skot í fyrri hálfleik (42%), þremur fleiri en markmenn Fram. Liðin skoruðu tvö mörk hvor á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og því var staðan jöfn, 14-14, þegar þau gengu til búningsherbergja. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn betur og leiddi framan af honum. Og þegar 19 mínútur voru til leiksloka kom Ester gestunum tveimur mörkum yfir, 17-19. En á síðustu 19 mínútum leiksins hrökk sóknarleikur ÍBV í baklás og liðið skoraði aðeins tvö mörk á þeim kafla. Framkonur tóku Ester alveg úr umferð og við það fór mesti broddurinn úr sókn Eyjakvenna. Þá fór Guðrún Ósk Maríasdóttir að verja vel í marki Fram á meðan markvarslan hjá ÍBV datt niður. Eyjakonur gerðu sér líka erfitt fyrir með klaufalegum brottrekstrum. Fram gekk á lagið, fékk nokkur hraðaupphlaupsmörk og kláraði leikinn af öryggi. Lokatölur 25-21, Fram í vil. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með 10 mörk en hún var sérlega öflug í upphafi leiks eins og áður sagði. Steinunn Björnsdóttir átti líka stórleik; skoraði sex mörk úr sjö skotum af línunni og spilaði frábæra vörn. Guðrún Ósk varði 19 skot í markinu, eða 56% þeirra skota sem hún fékk á sig. Ester skoraði átta mörk fyrir ÍBV og þær Díana Dögg og Sandra Dís fjögur mörk hvor. Erla Rós varði 16 skot (39%) í markinu.Guðrún Ósk: Eftir að ég varði vítið var ekki aftur snúið Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fram, fór í gang í seinni hálfleik og átti stóran þátt í að liðinu tókst að landa sigri gegn ÍBV í kvöld. „Já, við vissum allan tímann að þetta yrði baráttuleikur. Þetta snerist bara um að halda út,“ sagði Guðrún. „Það komu nokkrar góðar markvörslur undir lokin og eftir að ég varði vítið frá Veru [Lopes] var ekki aftur snúið.“ Fram tapaði fyrsta leiknum í einvíginu en jafnaði metin úti í Eyjum á laugardaginn. Guðrún er á því að það hafi verið besti leikur Framkvenna í einvíginu. „Það var klárlega útileikurinn. Þessi var aðeins meira upp og niður en við héldum dampi og það er það sem skiptir máli,“ sagði Guðrún sem hefur mikla trú á sínu liði í framhaldinu. „Við förum með fullt sjálfstraust í næstu rimmu og þetta verða hörkuerfiðir baráttuleikir,“ sagði Guðrún en Fram mætir Íslandsmeisturum Gróttu í undanúrslitunum.Hrafnhildur: Ég hefði líka tekið Ester úr umferð Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, kvaðst stolt af sínu liði þrátt fyrir tapið fyrir Fram í kvöld. Meiðsladraugurinn hefur ásótt Eyjaliðið að undanförnu og margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Þetta hafði klárlega sitt að segja, þetta er ekkert smá stór pakki. Við erum að tala um þrjá af fjórum útileikmönnum sem hafa spilað mest í vetur,“ sagði Hrafnhildur í samtali við Vísi eftir leik. „Í sjálfu sér var Ester [Óskarsdóttir] bara eftir og svo Sandra Dís [Sigurðardóttir] og Þóra [Guðný Arnarsdóttir] sem hafa lítið spilað í vetur. Þær komu flottar inn en þetta er stórt skref að stíga, að taka svona mikla ábyrgð í úrslitakeppni.“ Umrædd Ester skoraði fyrstu fjögur mörk ÍBV í kvöld en var svo tekin úr umferð. Hrafnhildur segist hafa farið sömu leið ef hún hefði verið að þjálfa á móti ÍBV. „Við vissum alltaf að þær myndu taka hana út, það var gefið mál. Hún var frábær í þessum leik og er ótrúlega góður og flottur leikmaður. Ef væri í hinu liðinu hefði ég líka alltaf tekið hana út,“ sagði Hrafnhildur. Díana Dögg Magnúsdóttir, hægri hornamaður ÍBV, var borin af velli þegar skammt var til leiksloka og virtust meiðsli hennar frekar alvarleg. „Augað á henni leit rosalega illa út og hún hefur örugglega fengið heilahristing og með því. Þannig að hún verður sennilega frá í einhvern tíma,“ sagði Hrafnhildur sem var að klára sitt fyrsta ár í meistaraflokksþjálfun. Hún á eitt ár eftir af samningi sínum við ÍBV og ætlar að halda kyrru fyrir í Eyjum. „Ég á ár eftir af samning og ætla að klára hann. Við fjölskyldan erum ótrúlega ánægð á Eyjunni og það stendur ekkert annað til en að vera áfram,“ sagði Hrafnhildur að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira