Kyrrstöðuheljarstökk yfir Formula E-bíl Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 09:31 Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Það þarf heilmikla dirfsku til að stökkva yfir bíl á ferð, ennþá meiri til að fara heljarstökk yfir bíl á ferð, en hvað þá ef að bíllinn kemur aftan að þér og þú sérð hann ekki og ferð kyrrstöðuheljarstökk afturábak án atrennu. Það var samt einmitt það sem Damian Walters gerði um daginn. Hann stökk yfir Formula E rafmagnskeppnisbíl sem kom aftan að honum á 96 km ferð. Ekki þarf að spyrja að afleiðingunum ef honum hefði ekki tekist að tímasetja stökk sitt, en það var þó vel undirbúið. Ef Walters hefði stokkið of snemma myndi höfuð hans rekast á vindkljúf bílsins að aftan og ef hann stykki of seint myndi bíllinn aka á lappir hans. Walters treysti hinsvegar á klukku sem mældi tímann frá tilteknum geisla sem bíllinn rauf og 6,6 sekúndum síðar var kominn tími til að stökkva. Það gerði hann á hárréttum tíma og bíllinn fór undir Walters er hann sveif í loftinu. Við framkvæmd þessa dirfskuatriðis og upptökur á myndskeiðinu störfuðu 60 manns og var það tekið upp í Mexíkó. Undirbúningurinn tók 2 daga, enda líf Walters í húfi.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent