Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. apríl 2016 10:01 Trump mismælti sig í gær. Vísir Donald Trump mismælti sig allsvakalega í framboðsræðu í Buffalo-borg í New York fylki í gærkvöldi þegar hann nefndi vinsæla verslunarkeðju í staðinn fyrir daginn 11. september 2001, daginn sem minnst er fyrir hryðjuverkaárás Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York. Trump er sem kunnugt er einn frambjóðenda Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna og nýtur hann víðtæks stuðnings. Mismælin eru örlítið skiljanlegri á ensku heldur en á okkar ylhýra enda ber verslunarkeðjan heitið 7/11 en dagur hryðjuverkaárásanna í daglegu tali kallaður 9/11. Trump var í ræðu sinni að mæra New York búa og seiglu þeirra. „Ég skrifaði þetta niður og þetta er mjög nærri hjarta mínu,“ sagði hann. „Af því að ég var þarna, og horfði á lögreglumennina okkar og slökkviliðsmennina okkar þann sjöunda ellefta, við World Trade Center, stuttu eftir að byggingin hrundi og ég sá magnaðasta fólk sem ég hef séð að störfum.“ Forsetaframbjóðandinn leiðrétti ekki mál sitt. Hann kemur frá New York og er því spáð að hann vinni stórsigur í forkosningum í fylkinu en þær fara fram í dag. Því er jafnvel spáð að hann vinni næstum 50 prósent sigur og það myndi merkja að hann fengi alla 95 fulltrúa fylkisins. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér Washington Post spáir því að enginn frambjóðandi nái kjörmanna meirihluta og í forkosningu repúblíkana og að Ted Cruz muni þá sigra í kosningu flokksins í júlí. 13. apríl 2016 15:11 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Donald Trump mismælti sig allsvakalega í framboðsræðu í Buffalo-borg í New York fylki í gærkvöldi þegar hann nefndi vinsæla verslunarkeðju í staðinn fyrir daginn 11. september 2001, daginn sem minnst er fyrir hryðjuverkaárás Al-Qaeda á tvíburaturnana í New York. Trump er sem kunnugt er einn frambjóðenda Repúblikanaflokksins til forseta Bandaríkjanna og nýtur hann víðtæks stuðnings. Mismælin eru örlítið skiljanlegri á ensku heldur en á okkar ylhýra enda ber verslunarkeðjan heitið 7/11 en dagur hryðjuverkaárásanna í daglegu tali kallaður 9/11. Trump var í ræðu sinni að mæra New York búa og seiglu þeirra. „Ég skrifaði þetta niður og þetta er mjög nærri hjarta mínu,“ sagði hann. „Af því að ég var þarna, og horfði á lögreglumennina okkar og slökkviliðsmennina okkar þann sjöunda ellefta, við World Trade Center, stuttu eftir að byggingin hrundi og ég sá magnaðasta fólk sem ég hef séð að störfum.“ Forsetaframbjóðandinn leiðrétti ekki mál sitt. Hann kemur frá New York og er því spáð að hann vinni stórsigur í forkosningum í fylkinu en þær fara fram í dag. Því er jafnvel spáð að hann vinni næstum 50 prósent sigur og það myndi merkja að hann fengi alla 95 fulltrúa fylkisins.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér Washington Post spáir því að enginn frambjóðandi nái kjörmanna meirihluta og í forkosningu repúblíkana og að Ted Cruz muni þá sigra í kosningu flokksins í júlí. 13. apríl 2016 15:11 Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Trump: Sakar forystu repúblíkanaflokksins um samsæri gegn sér Washington Post spáir því að enginn frambjóðandi nái kjörmanna meirihluta og í forkosningu repúblíkana og að Ted Cruz muni þá sigra í kosningu flokksins í júlí. 13. apríl 2016 15:11
Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Nú fer að síga á seinni hluta forkosningatímabilsins í Bandaríkjunum. Bernie Sanders hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en á þungan róður eftir. Næst er kosið í New York á þriðjudaginn. 16. apríl 2016 07:00