Sport

Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Svo virðist sem að tilkynning Conor McGregor um að hann ætli að hætta í blönduðum bardagalistum hafi sett Twitter á hliðina. Fjölmiðlar ytra keppast við að reyna að komast til botns í tilkynningunni sem birtist á Twitter. Þá neitaði McGregor blaðamanni MMA frétta um viðtal í kvöld og sagðist vera hættur. „Skítt með viðtöl“.

Hér að neðan má sjá nokkrar af færslunum sem birtar voru eftir tilkynningu McGregor sem og umræðuna á Twitter í rauntíma hér neðst.

Svo virðist sem að Neyðarlínunni í Írlandi hafi borist hringingar vegna tísts McGregor. Ef um kynningarbrellu sé að ræða virðist hún hafa virkað. Joe Rogen virðist sannfærður um að McGregor sé að trolla lýðinn. Fjölmargir hafa svarað McGregor á Twitter og viðist sem að nokkurs konar örvænting sé þar ríkjandi. Einhverjir taka hann ekki trúanlegan. Aðrir virðast gjörsamlega miður sín og hafa GIF verið mikið notuð til að koma slíkum tilfinningum á framfæri.
MMA

Tengdar fréttir

Conor segist vera hættur

Conor McGregor staddur á Íslandi og tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×