James Morrison heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 James Morrison kemur fram á tónleikum í Hörpu ásamt hljómsveit í sumar. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn James Morrison heldur tónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 17. júlí næstkomandi. „Ég er alltaf að leita að skemmtilegum og góðum listamönnum og rakst á hann. Svo fór ég að endurnýja kynni mín við hann og ég verð að segja að hann er frábær tónlistarmaður. Hann er með alveg frábæra rödd, þessa rámu og sálarskotnu rödd og svo er hann líka að fá frábæra dóma fyrir bæði nýju plötuna sína og tónleikana sína. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég get lofað flottum tónleikum,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. James Morrison hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands undanfarin ár og hefur meðal annars unnið fern Brit-verðlaun. Hann hefur átt ótal lög í efstu sætum vinsældalista um heim allan síðustu ár. „Hann kemur með hljómsveit með sér, þetta eru átján manns sem eru að koma til landsins, þannig að þetta er alvöru dæmi,“ segir Guðbjartur spurður út í umfangið. James Morrison hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa notið gífurlegra vinsælda og hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda en James gaf út sína fyrstu plötu árið 2006, þá aðeins 21 árs. „Þetta er frábær laga- og textahöfundur, tónlistin hans er svo innileg og ég held að hann sé að leggja allt í þetta. Ég held að það sé ekki mikið feik í þessu. Hann hefur lent í áföllum í gegnum tíðina og missti til dæmis pabba sinn þannig að ég held að tónlistin komi alveg beint frá hjartanu. Hann virðist vera svo heill í þessu,“ útskýrir Guðbjartur. Það má því vænta þess að flott stemning verði á tónleikunum í Eldborg í sumar þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið, ásamt frábærri hljómsveit sinni og tekur öll sín bestu lög. „Það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Guðbjartur, spurður út í hvort það verði upphitunaratriði á tónleikunum. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 6. apríl á harpa.is, tix.is. Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn James Morrison heldur tónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu sunnudaginn 17. júlí næstkomandi. „Ég er alltaf að leita að skemmtilegum og góðum listamönnum og rakst á hann. Svo fór ég að endurnýja kynni mín við hann og ég verð að segja að hann er frábær tónlistarmaður. Hann er með alveg frábæra rödd, þessa rámu og sálarskotnu rödd og svo er hann líka að fá frábæra dóma fyrir bæði nýju plötuna sína og tónleikana sína. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég get lofað flottum tónleikum,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. James Morrison hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands undanfarin ár og hefur meðal annars unnið fern Brit-verðlaun. Hann hefur átt ótal lög í efstu sætum vinsældalista um heim allan síðustu ár. „Hann kemur með hljómsveit með sér, þetta eru átján manns sem eru að koma til landsins, þannig að þetta er alvöru dæmi,“ segir Guðbjartur spurður út í umfangið. James Morrison hefur gefið út fjórar plötur sem allar hafa notið gífurlegra vinsælda og hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda en James gaf út sína fyrstu plötu árið 2006, þá aðeins 21 árs. „Þetta er frábær laga- og textahöfundur, tónlistin hans er svo innileg og ég held að hann sé að leggja allt í þetta. Ég held að það sé ekki mikið feik í þessu. Hann hefur lent í áföllum í gegnum tíðina og missti til dæmis pabba sinn þannig að ég held að tónlistin komi alveg beint frá hjartanu. Hann virðist vera svo heill í þessu,“ útskýrir Guðbjartur. Það má því vænta þess að flott stemning verði á tónleikunum í Eldborg í sumar þegar þessi einstaki listamaður stígur á svið, ásamt frábærri hljómsveit sinni og tekur öll sín bestu lög. „Það liggur ekkert fyrir að svo stöddu,“ segir Guðbjartur, spurður út í hvort það verði upphitunaratriði á tónleikunum. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 6. apríl á harpa.is, tix.is.
Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira