Geir býst við því að tárast þegar strákarnir labba inn á völlinn í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 20:39 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var einn viðmælendanna í innslagi um íslenska fótboltakraftaverkið í fótboltaþættinum Football Focus sem er vikulega á dagskrá á BBC í Bretlandi. Breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar og verður þá fámennasta þjóðin til að taka þátt í EM í fótbolta. Innslagið byrjar og endar á viðtali við formann KSÍ þar sem hann byrjar á því að segja frá því þegar fyrsta Knattspyrnuhöllin var byggð á Íslandi en menn hafa þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum Í loki innslagsins er Geir spurður af því hvernig honum muni líða 14. júní næstkomandi þegar íslenska karlalandsliðið gengur inn á Stade Geoffroy-Guichard völlinn í Saint-Étienne fyrir leik sinn á móti Portúgal. „Ég verð yfir mig stoltur og líklega bara grátandi," svaraði Geir hlæjandi og hann verður örugglega ekki eini Íslendingurinn sem verður í tilfinningarússíbana þessa sögulegu daga í júní. Geir er 51 árs gamall og hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands frá árinu 2007. Geir hóf störf á KSÍ árið 1992 og var búin að vera framkvæmdastjóri í áratug þegar hann var kosinn formaður. Frá því að Geir tók við formennsku hjá KSÍ hafa bæði karla- og kvennalandsliðið unnið sér sæti á Evrópumótinu í fyrsta sinn. Umfjöllunin um Ísland hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má finna allan Football Focus þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var einn viðmælendanna í innslagi um íslenska fótboltakraftaverkið í fótboltaþættinum Football Focus sem er vikulega á dagskrá á BBC í Bretlandi. Breska ríkissjónvarpið sendi tökulið til Íslands til að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð fór af því að vinna sér sæti meðal bestu knattspyrnulandsliða Evrópu. Íslenska karlalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar og verður þá fámennasta þjóðin til að taka þátt í EM í fótbolta. Innslagið byrjar og endar á viðtali við formann KSÍ þar sem hann byrjar á því að segja frá því þegar fyrsta Knattspyrnuhöllin var byggð á Íslandi en menn hafa þakkað knattspyrnuhöllunum fyrir uppkomu íslenskra fótboltamanna á síðustu árum Í loki innslagsins er Geir spurður af því hvernig honum muni líða 14. júní næstkomandi þegar íslenska karlalandsliðið gengur inn á Stade Geoffroy-Guichard völlinn í Saint-Étienne fyrir leik sinn á móti Portúgal. „Ég verð yfir mig stoltur og líklega bara grátandi," svaraði Geir hlæjandi og hann verður örugglega ekki eini Íslendingurinn sem verður í tilfinningarússíbana þessa sögulegu daga í júní. Geir er 51 árs gamall og hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands frá árinu 2007. Geir hóf störf á KSÍ árið 1992 og var búin að vera framkvæmdastjóri í áratug þegar hann var kosinn formaður. Frá því að Geir tók við formennsku hjá KSÍ hafa bæði karla- og kvennalandsliðið unnið sér sæti á Evrópumótinu í fyrsta sinn. Umfjöllunin um Ísland hefst eftir rúmar fjórtán mínútur en það má finna allan Football Focus þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira