Íslenski boltinn

Pape á skotskónum í Akraneshöllinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pape Mamadou Faye.
Pape Mamadou Faye. Vísir/Ernir
Pape Mamadou Faye skoraði tvívegis fyrir Víking Ólafsvík í kvöld í öruggum sigri á Fjarðabyggð í Lengjubikarnum.

Ólafsvíkingar unnu leikinn 4-1 en þeir voru búnir að skora þrjú mörk eftir aðeins 25 mínútna leik.

Þetta var síðasti leikur Víkingsliðsins í Lengjubikarnum en liðið átti ekki möguleika á sæti í átta liða úrslitunum. Með þessum sigri þá afrekuðu Víkingar samt það að tapa ekki leik í Lengjubikarnum í ár en Ólsarar unnu 2 leiki og gerði 3 jafntefli.

Pape Mamadou Faye skoraði fyrsta markið á 16. mínútu og þriðja markið á 25. mínútu en í millitíðinni skoraði Kenan Turudija.

Jose Alberto Djalo Embalo minnkaði munninn í 3-1 í seinni hálfleik en  Leó Örn Þrastarson skoraði síðasta mark Víkinga í uppbótartíma.

Pape Mamadou Faye samdi við Víkinga í vetur og þetta voru fyrstu mörkin hans í Lengjubikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×