Sannleikurinn Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2016 07:00 Innan afmarkaðs blómareits á allt að því afviknum stað á Klambratúni í Reykjavík stendur brjóststytta af Þorsteini Erlingssyni og á stöplinum orð skáldsins. „Jeg trúi því sannleiki að sigurinn þinn / að síðustu vegina jafni,“ upphafslínur erindis úr ljóðinu Brautin. Í brjósti Þorsteins bjó sannleikur, réttlætiskennd og ábyrg siðferðishugsjón og þarna geymum við hana; á litlum fáförnum reit á Klambratúni. En það getum við ekki gert lengur. Orð Þorsteins þurfa að standa við inngang Alþingis og borgarstjórnar og hvar þar sem fólk hefur valist til þjónustustarfa þjóð sinni til heilla. Atburðir liðinna vikna og í raun undangenginna ára og jafnvel áratuga í íslenskum stjórnmálum sýna okkur það svo ekki verður um villst. Við sem samfélag þurfum að komast á rétta braut. Braut sannleika og réttlætis. Stjórnmálin á Íslandi þurfa að einkennast af gagnsæi og almannahagsmunum fremur en leyndarhyggju og sérhagsmunum. Umfjöllun Reykjavik Media í Kastljósi RUV í gærkvöldi sýndi okkur þetta svo ekki verður um villst. Sýndi okkur að það er ekki og hefur ekki verið allt uppi á borðinu í hagsmunamálum forsætisráðherra né annarra ráðamann. Kjósi fjársterkur einstaklingur að nýta sér þjónustu skjattaskjóla og andfélagslegra fyrirtækja á borð við Mossack Fonseca, lögfræðisþjónustu sem er tengd við vopnasölu og aðra ógæfustarfssemi, þá þarf hver og einn að eiga það við sig og sína samvisku svo lengi sem starfsemin er lögleg og talin fram til skatts í heimalandinu lögum samkvæmt. Það er þó óneitanlega dapurlegt að heyra að Íslendingar hafi sótt í slíkan ósóma umfram aðrar þjóðir Vesturlanda á meðan svigrúm gafst. En kjósi þjóðkjörinn fulltrúi og það ráðherra, þingmaður eða borgarfulltrúi að leyna slíkum hagsmunum þá horfir málið öðruvísi við, vegna þess að þar með geta hagsmunir þjóðarinnar sem unnið er fyrir og einkahagsmunir viðkomandi stangast á svo um munar. Önnur verk viðkomandi, eins og til að mynda störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, breyta þar engu um. Þjóðin var leynd upplýsingunum sem streyma nú fram úr myrkum skúmaskotum og það reynist vera margt sem myrkrið veit en fjármálaráðherra vissi ekki. Og þegar ljósi er varpað á þessar upplýsingar hverfur traust almennings á viðkomandi ráðamönnum eins og dögg fyrir sólu. Að horfa á blóðrjóðan forsætisráðherra ganga út úr miðju viðtali við sænskan blaðamann og Jóhannes Kr. Kristjánsson, fulltrúa Reykjavik Media, var með því verra sem sést hefur í íslensku sjónvarpi. Sigmundur Davíð gekk út og henti trausti íslensku þjóðarinnar í ruslið í leiðinni. Forsætisráðherra þjóðarinnar á aldrei að geta valið að sniðganga hvorki spurningar né fjölmiðla sem gegna lykilhlutverki í því að upplýsa þjóðina um stöðu, þróun og hagsmuni í íslensku stjórnmálalífi. Þessar upplýsingar eru sannleikurinn sjálfur og grunnforsenda upplýsts og ábyrgs lýðræðis. Forsenda gagnsæis og almannahagsmuna í stjórnmálum sem og stjórnsýslu allri og eina rétta leiðin til þess að koma þessari þjóð á rétta braut til nýrra tíma og betra samfélags.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Innan afmarkaðs blómareits á allt að því afviknum stað á Klambratúni í Reykjavík stendur brjóststytta af Þorsteini Erlingssyni og á stöplinum orð skáldsins. „Jeg trúi því sannleiki að sigurinn þinn / að síðustu vegina jafni,“ upphafslínur erindis úr ljóðinu Brautin. Í brjósti Þorsteins bjó sannleikur, réttlætiskennd og ábyrg siðferðishugsjón og þarna geymum við hana; á litlum fáförnum reit á Klambratúni. En það getum við ekki gert lengur. Orð Þorsteins þurfa að standa við inngang Alþingis og borgarstjórnar og hvar þar sem fólk hefur valist til þjónustustarfa þjóð sinni til heilla. Atburðir liðinna vikna og í raun undangenginna ára og jafnvel áratuga í íslenskum stjórnmálum sýna okkur það svo ekki verður um villst. Við sem samfélag þurfum að komast á rétta braut. Braut sannleika og réttlætis. Stjórnmálin á Íslandi þurfa að einkennast af gagnsæi og almannahagsmunum fremur en leyndarhyggju og sérhagsmunum. Umfjöllun Reykjavik Media í Kastljósi RUV í gærkvöldi sýndi okkur þetta svo ekki verður um villst. Sýndi okkur að það er ekki og hefur ekki verið allt uppi á borðinu í hagsmunamálum forsætisráðherra né annarra ráðamann. Kjósi fjársterkur einstaklingur að nýta sér þjónustu skjattaskjóla og andfélagslegra fyrirtækja á borð við Mossack Fonseca, lögfræðisþjónustu sem er tengd við vopnasölu og aðra ógæfustarfssemi, þá þarf hver og einn að eiga það við sig og sína samvisku svo lengi sem starfsemin er lögleg og talin fram til skatts í heimalandinu lögum samkvæmt. Það er þó óneitanlega dapurlegt að heyra að Íslendingar hafi sótt í slíkan ósóma umfram aðrar þjóðir Vesturlanda á meðan svigrúm gafst. En kjósi þjóðkjörinn fulltrúi og það ráðherra, þingmaður eða borgarfulltrúi að leyna slíkum hagsmunum þá horfir málið öðruvísi við, vegna þess að þar með geta hagsmunir þjóðarinnar sem unnið er fyrir og einkahagsmunir viðkomandi stangast á svo um munar. Önnur verk viðkomandi, eins og til að mynda störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, breyta þar engu um. Þjóðin var leynd upplýsingunum sem streyma nú fram úr myrkum skúmaskotum og það reynist vera margt sem myrkrið veit en fjármálaráðherra vissi ekki. Og þegar ljósi er varpað á þessar upplýsingar hverfur traust almennings á viðkomandi ráðamönnum eins og dögg fyrir sólu. Að horfa á blóðrjóðan forsætisráðherra ganga út úr miðju viðtali við sænskan blaðamann og Jóhannes Kr. Kristjánsson, fulltrúa Reykjavik Media, var með því verra sem sést hefur í íslensku sjónvarpi. Sigmundur Davíð gekk út og henti trausti íslensku þjóðarinnar í ruslið í leiðinni. Forsætisráðherra þjóðarinnar á aldrei að geta valið að sniðganga hvorki spurningar né fjölmiðla sem gegna lykilhlutverki í því að upplýsa þjóðina um stöðu, þróun og hagsmuni í íslensku stjórnmálalífi. Þessar upplýsingar eru sannleikurinn sjálfur og grunnforsenda upplýsts og ábyrgs lýðræðis. Forsenda gagnsæis og almannahagsmuna í stjórnmálum sem og stjórnsýslu allri og eina rétta leiðin til þess að koma þessari þjóð á rétta braut til nýrra tíma og betra samfélags.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun