Brynjar: Fengum engar skýringar frá KKÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2016 22:00 Brynjar Þór í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Brynjar Þór Björnsson, bakvörður í KR, segir að það hafi verið furðuleg ákvörðun að láta lið sitt bíða aukadag eftir fyrsta leik sínum í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR mætti Njarðvík í kvöld og vann nauman sigur í tvíframlengdum leik. Njarðvík þurfti oddaleik í sinni rimmu í 8-liða úrslitum til að fara áfram og var að spila á fimmtudaginn. En KR hafði beðið eftir leiknum í kvöld í tólf daga. „Þetta var bara glataður leikur. Það verður að segjast eins og er,“ sagði KR-ingurinn Brynjar Þór eftir nauman sigur KR, 69-67. Hann, eins og svo margir KR-ingar, fann ekki fjöl sína í sóknarleiknum og skoraði einungis sjö stig í leiknum. „Við vorum hræðilega lélegir. Við áttum að vera löngu búnir að klára þetta en þessi tólf daga pása fór í lappirnar okkar og við vorum þungir.“ „Það er erfitt að bíða í tólf daga. Þeir fengu reyndar aukadag til að jafna sig eftir sína rimmu sem hjálpaði þeim. Maður fann í byrjun leiks að maður var ekki tilbúinn í þetta enda byrjuðu Njarðvíkingar þetta af þvílíkum krafti.“ Hann segir að KR-ingar hafi ávallt reiknað með því að fá fyrri leikdaginn í undanúrslitunum, ekki þann síðari eins og raunin varð. „Deildarmeistararnir hafa alltaf verið á undan og fengið að ráða. En af einhverjum ótrúlegum ástæðum þá vorum við færðir um einn dag og menn voru ekki sáttir við það. Við fengum engar skýringar og er þetta skrýtið mál.“ „Það var orðið afar erfitt að bíða.“ Hann segir að þrátt fyrir lágt stigaskor hafi sóknarleikur KR verið góður í kvöld. „Við vorum að fá opin skot, hvað eftir annað, og allt það sem við vildum. En við vorum ekki að hitta.“ „Ef við hittum bara úr þessum skotum sem við vorum að fá í dag þá skorum við meira en 69 stig eftir tvær framlengingar. Það er fullvíst.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Atkinson: Sóknarvilla fyrir það sem manni er kennt að gera Jeremy Atkinson var svekktur út af umdeildri villu sem hann fékk dæmda á sig undir lok leiks KR og Njarðvíkur í kvöld. 4. apríl 2016 21:49 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, bakvörður í KR, segir að það hafi verið furðuleg ákvörðun að láta lið sitt bíða aukadag eftir fyrsta leik sínum í undanúrslitum Domino's-deildar karla. KR mætti Njarðvík í kvöld og vann nauman sigur í tvíframlengdum leik. Njarðvík þurfti oddaleik í sinni rimmu í 8-liða úrslitum til að fara áfram og var að spila á fimmtudaginn. En KR hafði beðið eftir leiknum í kvöld í tólf daga. „Þetta var bara glataður leikur. Það verður að segjast eins og er,“ sagði KR-ingurinn Brynjar Þór eftir nauman sigur KR, 69-67. Hann, eins og svo margir KR-ingar, fann ekki fjöl sína í sóknarleiknum og skoraði einungis sjö stig í leiknum. „Við vorum hræðilega lélegir. Við áttum að vera löngu búnir að klára þetta en þessi tólf daga pása fór í lappirnar okkar og við vorum þungir.“ „Það er erfitt að bíða í tólf daga. Þeir fengu reyndar aukadag til að jafna sig eftir sína rimmu sem hjálpaði þeim. Maður fann í byrjun leiks að maður var ekki tilbúinn í þetta enda byrjuðu Njarðvíkingar þetta af þvílíkum krafti.“ Hann segir að KR-ingar hafi ávallt reiknað með því að fá fyrri leikdaginn í undanúrslitunum, ekki þann síðari eins og raunin varð. „Deildarmeistararnir hafa alltaf verið á undan og fengið að ráða. En af einhverjum ótrúlegum ástæðum þá vorum við færðir um einn dag og menn voru ekki sáttir við það. Við fengum engar skýringar og er þetta skrýtið mál.“ „Það var orðið afar erfitt að bíða.“ Hann segir að þrátt fyrir lágt stigaskor hafi sóknarleikur KR verið góður í kvöld. „Við vorum að fá opin skot, hvað eftir annað, og allt það sem við vildum. En við vorum ekki að hitta.“ „Ef við hittum bara úr þessum skotum sem við vorum að fá í dag þá skorum við meira en 69 stig eftir tvær framlengingar. Það er fullvíst.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Atkinson: Sóknarvilla fyrir það sem manni er kennt að gera Jeremy Atkinson var svekktur út af umdeildri villu sem hann fékk dæmda á sig undir lok leiks KR og Njarðvíkur í kvöld. 4. apríl 2016 21:49 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Atkinson: Sóknarvilla fyrir það sem manni er kennt að gera Jeremy Atkinson var svekktur út af umdeildri villu sem hann fékk dæmda á sig undir lok leiks KR og Njarðvíkur í kvöld. 4. apríl 2016 21:49
Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00