„Köstum ekki dómurum í hafið fyrir ein mistök“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2016 12:30 Dómaratríóið í leiknum í gær. Rögnvaldur er lengst til vinstri. Vísir/Ernir Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að það beri ekki að refsa dómurum fyrir ein mistök þó þau kynnu að vera afdrifarík. Spekingarnir í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport gagnrýndu Rögnvald Hreiðarsson, dómara, fyrir mistök sem hann gerði í oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur á fimmtudag. Sjá einnig: Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ Rögnvaldur sá ekki þegar Haukur Helgi Pálsson fór út af þegar hann var að bjarga boltanum eftir misheppnað innkast Njarðvíkur. En í stað þess að dæma Stjörnumönnum boltann fengu Njarðvíkingar hann og tryggðu sér 79-75 sigur. „Það eru allir sammála um að hann gerði mistök í lok þess leiks. Það viðurkennir hann manna fyrstur,“ sagði Rúnar Birgir við Vísi í dag.Í Körfuboltakvöldi í gær, eftir leik KR og Njarðvíkur, var gagnrýnt að Rögnvaldur hafi mætt strax í næsta leik þeirra grænklæddu til að dæma. „Rögnvaldur er mannlegur eins og aðrir. En þarna er um reyndan dómara að ræða sem hefur verið afar vel liðinn af félögunum. Þó menn geri ein mistök þá hendum við mönnum ekki í hafið fyrir það.“ Sjá einnig: KR vann í tvíframlengdum leik Rúnar Birgir segir að það sé álitamál hvort að það sé hollt að dómarar dæmi strax eftir að svona mál eða stígi til hliðar. Hann rifjar upp atvik sem hann lenti sjálfur í þegar hann var dómari í Danmörku. „Ég gerði mistök og átti að dæma fljótlega aftur. Ég var tekinn af leiknum og það fannst mér óþægilegt. En það er bara eitt sjónarmið af mörgum og ég skil umræðuna.“ „Umræðan innan dómaraforystunnar og dómarahópsins hefur verið mikil en það er ljóst að ef Rögnvaldur hefði ekki dæmt leikinn í gær hefði hann dæmt þann næsta.“Dómarar ósammála um lokasókn Njarðvíkur Rögnvaldur var svo aftur í brennideplinum í gær. Hann dæmdi ekki fót á Helga Má Magnússon sem náði að vinna boltann af Hauki Helga Pálssyni, Njarðvíkingi, undir lok síðari framlengingar leiksins. Sjá einnig: Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum „Það er matsatriði fram í rauðan dauðann. Við höfum rætt þetta mikið innan dómarahópsins og það eru einfaldlega ekki allir sammála um þetta,“ sagði Rúnar Birgir.„Eins og kemur fram í reglunum [sem má lesa hér fyrir neðan] þá snýst þetta um túlkun á því hvort að hreyfing Helga Más hafi verið eðlileg eða ekki. Það er mat hvers dómara.“Hér má sjá regluna: „Leikmaður skal ekki hlaupa með knöttinn, sparka honum viljandi eða hindra för hans með hvaða hluta fótarins sem er eða kýla hann með hnefa. Hins vegar er það ekki leikbrot að snerta knött með fæti óviljandi.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55 Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að það beri ekki að refsa dómurum fyrir ein mistök þó þau kynnu að vera afdrifarík. Spekingarnir í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport gagnrýndu Rögnvald Hreiðarsson, dómara, fyrir mistök sem hann gerði í oddaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur á fimmtudag. Sjá einnig: Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ Rögnvaldur sá ekki þegar Haukur Helgi Pálsson fór út af þegar hann var að bjarga boltanum eftir misheppnað innkast Njarðvíkur. En í stað þess að dæma Stjörnumönnum boltann fengu Njarðvíkingar hann og tryggðu sér 79-75 sigur. „Það eru allir sammála um að hann gerði mistök í lok þess leiks. Það viðurkennir hann manna fyrstur,“ sagði Rúnar Birgir við Vísi í dag.Í Körfuboltakvöldi í gær, eftir leik KR og Njarðvíkur, var gagnrýnt að Rögnvaldur hafi mætt strax í næsta leik þeirra grænklæddu til að dæma. „Rögnvaldur er mannlegur eins og aðrir. En þarna er um reyndan dómara að ræða sem hefur verið afar vel liðinn af félögunum. Þó menn geri ein mistök þá hendum við mönnum ekki í hafið fyrir það.“ Sjá einnig: KR vann í tvíframlengdum leik Rúnar Birgir segir að það sé álitamál hvort að það sé hollt að dómarar dæmi strax eftir að svona mál eða stígi til hliðar. Hann rifjar upp atvik sem hann lenti sjálfur í þegar hann var dómari í Danmörku. „Ég gerði mistök og átti að dæma fljótlega aftur. Ég var tekinn af leiknum og það fannst mér óþægilegt. En það er bara eitt sjónarmið af mörgum og ég skil umræðuna.“ „Umræðan innan dómaraforystunnar og dómarahópsins hefur verið mikil en það er ljóst að ef Rögnvaldur hefði ekki dæmt leikinn í gær hefði hann dæmt þann næsta.“Dómarar ósammála um lokasókn Njarðvíkur Rögnvaldur var svo aftur í brennideplinum í gær. Hann dæmdi ekki fót á Helga Má Magnússon sem náði að vinna boltann af Hauki Helga Pálssyni, Njarðvíkingi, undir lok síðari framlengingar leiksins. Sjá einnig: Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum „Það er matsatriði fram í rauðan dauðann. Við höfum rætt þetta mikið innan dómarahópsins og það eru einfaldlega ekki allir sammála um þetta,“ sagði Rúnar Birgir.„Eins og kemur fram í reglunum [sem má lesa hér fyrir neðan] þá snýst þetta um túlkun á því hvort að hreyfing Helga Más hafi verið eðlileg eða ekki. Það er mat hvers dómara.“Hér má sjá regluna: „Leikmaður skal ekki hlaupa með knöttinn, sparka honum viljandi eða hindra för hans með hvaða hluta fótarins sem er eða kýla hann með hnefa. Hins vegar er það ekki leikbrot að snerta knött með fæti óviljandi.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55 Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Stöðvaði lokasókn Njarðvíkinga með fætinum Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Njarðvíkinga í tvíframlengda leiknum gegn KR. 4. apríl 2016 22:55
Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30
Umfjöllun, viðtöl myndir: KR - Njarðvík 69-67 | KR vann í tvíframlengdum leik Ótrúlegur körfuboltaleikur í Frostaskjólinu í kvöld. 4. apríl 2016 22:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins