Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júní Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2016 14:24 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, mun óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi verði yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa ekki lokið þegar hún kemur aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní næstkomandi. Þetta segir Sveinbjörg Birna í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin. Í þeim kom í ljós að Sveinbjörg Birna var skráð fyrir tveimur félögum í umsjá panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca; 7Callinvest sem skráð er á Tortóla og Ice 1 Corp sem var skráð á Panama.Sjá má yfirlýsingu hennar hér fyrir neðan:Í fréttaskýringarþættinum Kastljósi sl. sunnudag var fjallað um félög sem voru stofnuð meðan ég var búsett og skattskyld í Luxemborg, löngu áður en ég hóf afskipti af stjórnmálum á Íslandi. Af því tilefni sendi ég regluverði Reykjavíkurborgar og forseta borgarstjórnar bréf þar sem ég fór yfir þau viðskipti sem fjallað er um í þættinum og bauðst til að veita frekari skýringar teldi regluvörður þörf á því.Í dag samþykkti forsætisnefnd Reykjavíkurborgar tillögu um að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og siðanefnd Sambands Íslenskra sveitafélaga að taka til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Ég styð slíka tillögu og mun aðstoða framangreinda aðila við þá vinnu í hvívetna.Sem borgarfulltrúa ber mér fyrst og síðast skylda til að gæta hagsmuna borgarbúa. Ég vonast til að yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði lokið áður en ég kem aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní nk. Verði yfirferðinni á hinn bóginn ekki lokið þá mun ég óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum mínum sem borgarfulltrúi þar til niðurstaða liggur fyrir.Ég hef tekið þessa ákvörðun til að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina geti áfram veitt meirihluta borgarstjórnar nauðsynlegt aðhald. Fjárhagsstaða borgarinnar er sem kunnugt er slæm og viðvarandi tap á rekstri borgarinnar á sama tíma og dregið er úr þjónustu. Í mínum huga er þýðingarmest að kjörnir fulltrúar einbeiti sér að leysa slík mál, frekar en að eyða dýrmætum tíma í þref um skráningu mína á hagsmunaskrá. Panama-skjölin Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, mun óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi verði yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa ekki lokið þegar hún kemur aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní næstkomandi. Þetta segir Sveinbjörg Birna í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin. Í þeim kom í ljós að Sveinbjörg Birna var skráð fyrir tveimur félögum í umsjá panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca; 7Callinvest sem skráð er á Tortóla og Ice 1 Corp sem var skráð á Panama.Sjá má yfirlýsingu hennar hér fyrir neðan:Í fréttaskýringarþættinum Kastljósi sl. sunnudag var fjallað um félög sem voru stofnuð meðan ég var búsett og skattskyld í Luxemborg, löngu áður en ég hóf afskipti af stjórnmálum á Íslandi. Af því tilefni sendi ég regluverði Reykjavíkurborgar og forseta borgarstjórnar bréf þar sem ég fór yfir þau viðskipti sem fjallað er um í þættinum og bauðst til að veita frekari skýringar teldi regluvörður þörf á því.Í dag samþykkti forsætisnefnd Reykjavíkurborgar tillögu um að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og siðanefnd Sambands Íslenskra sveitafélaga að taka til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Ég styð slíka tillögu og mun aðstoða framangreinda aðila við þá vinnu í hvívetna.Sem borgarfulltrúa ber mér fyrst og síðast skylda til að gæta hagsmuna borgarbúa. Ég vonast til að yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði lokið áður en ég kem aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní nk. Verði yfirferðinni á hinn bóginn ekki lokið þá mun ég óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum mínum sem borgarfulltrúi þar til niðurstaða liggur fyrir.Ég hef tekið þessa ákvörðun til að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina geti áfram veitt meirihluta borgarstjórnar nauðsynlegt aðhald. Fjárhagsstaða borgarinnar er sem kunnugt er slæm og viðvarandi tap á rekstri borgarinnar á sama tíma og dregið er úr þjónustu. Í mínum huga er þýðingarmest að kjörnir fulltrúar einbeiti sér að leysa slík mál, frekar en að eyða dýrmætum tíma í þref um skráningu mína á hagsmunaskrá.
Panama-skjölin Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira