Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 17:35 Bjarni er í þröngri stöðu, því ekki er víst að hann njóti mikils stuðnings innan eigin flokks við að leiða Sigurð Inga inn í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24. Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24.
Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira