Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 22-19 | Fram tryggði heimavallarréttinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. apríl 2016 21:30 Morgan Marie McDonald, leikmaður Vals. Vísir/Ernir Fram tryggði sér þriðja sæti Olís deildar kvenna og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar liðið lagði Val 22-19 á heimavelli í lokaumferðinni í kvöld. Valur var 11-10 yfir í hálfleik en fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi allan tímann. Mikil barátta var í leiknum og var nokkurs konar úrslitakeppnisbragur yfir leiknum. Áhorfendur létu vel í sér heyra og leikmenn lögðu allt í sölurnar. Hefði Valur unnið leikinn hefði liðið tryggt sér heimavallarrétt í fyrstu umferðinni og það gegn Fram. Valur byrjaði seinni hálfleikinn eins og ekkert annað kæmi til greina hjá liðinu. Valur skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks og náði fimm marka forystu og neyddu Stefán Arnarson þjálfara Fram til að taka leikhlé. Stefán náði að vekja sína leikmenn af blundinum því Fram skoraði sex næstu mörk leiksins og komst yfir. Fram lék frábæra vörn það sem eftir lifði leiks og skoraði Valur aðeins þrjú mörk á rúmlega 25 mínútum. Engu að síður var mikil spenna í leiknum og þá ekki síst þar sem Valur reyndi að keyra upp hraðann en liðið gerði sig sekt um of mörk mistök í sókninni og Fram landaði sanngjörnum sigri að lokum. Eins og fyrr segir var vörnin hjá Fram frábær. Markverðir liðsins vörðu vel og Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og lét það ekki stöðva sig því Valur reyndi að taka hana úr umferð stóran hluta leiksins. Berglind Íris Hansdóttir stóð sig að vanda vel í marki Vals fyrir aftan fína vörnina en sóknarleikurinn brást liðinu og þarf liðið finna lausnir á því fyrir úrslitakeppnina þar sem Valur mætir Stjörnunni í fyrstu umferðinni. Fram mætir ÍBV í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Ragnheiður: Erum á góðri siglingu„Það er gríðarlega mikilvægt að hafa heimaleikjarétt. Við mætum ÍBV og það er gríðarlega erfitt að fara til Eyja,“ sagði stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir sem skoraði 10 mörk fyrir Fram í kvöld. „Við förum á góðri siglingu inn í úrslitakeppnina. Það er ótrúlega góð stemning í liðinu og vörnin frábær.“ Valur komst í 15-10 í byrjun seinni hálfleiks en eftir að Fram tók leikhlé snérist leikurinn við. „Við tökum leikhlé og ræðum málin. Svo kemur frábær kafli þar sem við komumst yfir. Við gáfum ennþá meira í. „Við keyrðum á þær og spiluðum betri vörn. Við hlupum ekki nógu vel til baka í fyrri hálfleik og þær fengu nokkur hraðaupphlaup. Við hlupum betur til baka í seinni hálfleik og náðum að snúa því þær eru fljótar að taka miðjuna,“ sagði Ragnheiður. Alfreð: Komum tilbúnar til leiks„Það væri rosalega gott að vita svarið við því,“ sagð Alfreð Örn Finnsson þjálfari Vals aðspurður hvað hafi breyst hjá liði hans sem skoraði aðeins þrjú mörk 25 síðustu mínútur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var stál í stál og mjög skemmtilegur. Svo komum við afslappaðar út úr hálfleiknum og náum þessari fimm marka forystu og það var synd að sjá eftir því á örskömmum tíma. „Mér fannst við vera sjálfum okkur verstar í þessum leik. Við erum að flýta okkur of mikið. Það er einhver herslumunur sem vantar,“ sagði Alfreð. Tapið þýðir að Valur endar deildarkeppnina í fimmta sæti og mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Okkar markmið var að ná heimavallarrétti og það er svekkjandi að sjá eftir því. Það er gaman að fara í úrslitakeppni og deildin er mjög jöfn. „Það skiptir ekki öllu máli hvort maður mæti Stjörnunni, Fram eða ÍBV. Þetta eru allt erfiðir leikir. „Við förum inn sem liðið í fimmta sæti og samkvæmt því eigum við undir högg að sækja.“ Þrátt fyrir tap í kvöld hefur Alfreð engar áhyggjur af liði sínu þegar í úrslitakeppnina er komið. „Við spiluðum frábærlega stóran hluta leiksins og töpuðum fyrir mjög sterku Framliði með litlum mun. „Við erum alls ekki að spila kjánalega. Þetta er reynslumikið lið sem kemur tilbúið til leiks.“ Olís-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Fram tryggði sér þriðja sæti Olís deildar kvenna og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar liðið lagði Val 22-19 á heimavelli í lokaumferðinni í kvöld. Valur var 11-10 yfir í hálfleik en fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi allan tímann. Mikil barátta var í leiknum og var nokkurs konar úrslitakeppnisbragur yfir leiknum. Áhorfendur létu vel í sér heyra og leikmenn lögðu allt í sölurnar. Hefði Valur unnið leikinn hefði liðið tryggt sér heimavallarrétt í fyrstu umferðinni og það gegn Fram. Valur byrjaði seinni hálfleikinn eins og ekkert annað kæmi til greina hjá liðinu. Valur skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks og náði fimm marka forystu og neyddu Stefán Arnarson þjálfara Fram til að taka leikhlé. Stefán náði að vekja sína leikmenn af blundinum því Fram skoraði sex næstu mörk leiksins og komst yfir. Fram lék frábæra vörn það sem eftir lifði leiks og skoraði Valur aðeins þrjú mörk á rúmlega 25 mínútum. Engu að síður var mikil spenna í leiknum og þá ekki síst þar sem Valur reyndi að keyra upp hraðann en liðið gerði sig sekt um of mörk mistök í sókninni og Fram landaði sanngjörnum sigri að lokum. Eins og fyrr segir var vörnin hjá Fram frábær. Markverðir liðsins vörðu vel og Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í sókninni og lét það ekki stöðva sig því Valur reyndi að taka hana úr umferð stóran hluta leiksins. Berglind Íris Hansdóttir stóð sig að vanda vel í marki Vals fyrir aftan fína vörnina en sóknarleikurinn brást liðinu og þarf liðið finna lausnir á því fyrir úrslitakeppnina þar sem Valur mætir Stjörnunni í fyrstu umferðinni. Fram mætir ÍBV í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Ragnheiður: Erum á góðri siglingu„Það er gríðarlega mikilvægt að hafa heimaleikjarétt. Við mætum ÍBV og það er gríðarlega erfitt að fara til Eyja,“ sagði stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir sem skoraði 10 mörk fyrir Fram í kvöld. „Við förum á góðri siglingu inn í úrslitakeppnina. Það er ótrúlega góð stemning í liðinu og vörnin frábær.“ Valur komst í 15-10 í byrjun seinni hálfleiks en eftir að Fram tók leikhlé snérist leikurinn við. „Við tökum leikhlé og ræðum málin. Svo kemur frábær kafli þar sem við komumst yfir. Við gáfum ennþá meira í. „Við keyrðum á þær og spiluðum betri vörn. Við hlupum ekki nógu vel til baka í fyrri hálfleik og þær fengu nokkur hraðaupphlaup. Við hlupum betur til baka í seinni hálfleik og náðum að snúa því þær eru fljótar að taka miðjuna,“ sagði Ragnheiður. Alfreð: Komum tilbúnar til leiks„Það væri rosalega gott að vita svarið við því,“ sagð Alfreð Örn Finnsson þjálfari Vals aðspurður hvað hafi breyst hjá liði hans sem skoraði aðeins þrjú mörk 25 síðustu mínútur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var stál í stál og mjög skemmtilegur. Svo komum við afslappaðar út úr hálfleiknum og náum þessari fimm marka forystu og það var synd að sjá eftir því á örskömmum tíma. „Mér fannst við vera sjálfum okkur verstar í þessum leik. Við erum að flýta okkur of mikið. Það er einhver herslumunur sem vantar,“ sagði Alfreð. Tapið þýðir að Valur endar deildarkeppnina í fimmta sæti og mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Okkar markmið var að ná heimavallarrétti og það er svekkjandi að sjá eftir því. Það er gaman að fara í úrslitakeppni og deildin er mjög jöfn. „Það skiptir ekki öllu máli hvort maður mæti Stjörnunni, Fram eða ÍBV. Þetta eru allt erfiðir leikir. „Við förum inn sem liðið í fimmta sæti og samkvæmt því eigum við undir högg að sækja.“ Þrátt fyrir tap í kvöld hefur Alfreð engar áhyggjur af liði sínu þegar í úrslitakeppnina er komið. „Við spiluðum frábærlega stóran hluta leiksins og töpuðum fyrir mjög sterku Framliði með litlum mun. „Við erum alls ekki að spila kjánalega. Þetta er reynslumikið lið sem kemur tilbúið til leiks.“
Olís-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira