Metsala bíla í Bretlandi í mars Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 12:25 Tvær kynslóðir Mini bíla. mini.com Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira