Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 13:02 "Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr.,“ segir Aðalsteinn Kjartansson. vísir Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco. Panama-skjölin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco.
Panama-skjölin Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent