Top Gear spyrna – Golf R, Porsche 911 GTS og McLaren 675LT Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 16:44 Það er ekki alveg sanngjarnt að spyrna Volkswagen Golf R gegn ofurbíl eins og McLaren 675LT og Porsche 911 Carrear GTS, en það er samt forvitnilegt að sjá hversu mikið hann stendur í hinum tveimur. Hér er þeim þó sprett úr spori kvartmílu. Rétt er að hafa í huga að Golf R kostar 32.890 bresk pund, Porche 911 Carrera GTS 93.915 pund en McLaren 675LT 259.500 pund. Því má kaupa nærri átta Golf R fyrir einn McLaren og tvo og hálfan Porsche 911 Carrera GTS. Golfinn er samt ári snöggur bíll og 4,9 sekúndur í hundraðið en McLaren 675LT 2,9 sekúndur. Það tekur Porsche 911 Carrera GTS 4,0 sekúndur. Það skal tekið fram að það er netútgáfan af Top Gear sem stóð fyrir gerð þessa myndskeiðs og hún verður væntanlega ekki í sýningu í tilvonandi Top Gear bílaþáttum. Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent
Það er ekki alveg sanngjarnt að spyrna Volkswagen Golf R gegn ofurbíl eins og McLaren 675LT og Porsche 911 Carrear GTS, en það er samt forvitnilegt að sjá hversu mikið hann stendur í hinum tveimur. Hér er þeim þó sprett úr spori kvartmílu. Rétt er að hafa í huga að Golf R kostar 32.890 bresk pund, Porche 911 Carrera GTS 93.915 pund en McLaren 675LT 259.500 pund. Því má kaupa nærri átta Golf R fyrir einn McLaren og tvo og hálfan Porsche 911 Carrera GTS. Golfinn er samt ári snöggur bíll og 4,9 sekúndur í hundraðið en McLaren 675LT 2,9 sekúndur. Það tekur Porsche 911 Carrera GTS 4,0 sekúndur. Það skal tekið fram að það er netútgáfan af Top Gear sem stóð fyrir gerð þessa myndskeiðs og hún verður væntanlega ekki í sýningu í tilvonandi Top Gear bílaþáttum.
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent