Eggert um aflandsfélagið: "Hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 18:11 Eggert Skúlason vísir/gva „Refsingin er aðallega sú að vera tengdur við þennan lista. Ég hef verið sakaður um tvennt núna sem er víst alvarlegast í íslensku samfélagi. Það er annars vegar þetta og svo að vera framsóknarmaður. Ég er saklaus af báðu,“ segir Eggert Skúlason, ritstjóri DV, en nafn hans er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Eggert ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir Landsbankann hafa ráðlagt sér að stofna félag erlendis, en að hann hafi talið að það væri staðsett í Lúxemborg. „Það er félag sem svo síðar kom í ljós að var statt á þessari margfrægu eyju,“ segir hann. Hann segir sérstakan saksóknara hafa rannsakað málið þar sem hann var látinn gera grein fyrir sínum hlutum. Málið hafi á endanum verið látið niður falla. „Ég er búinn að fara í gegnum hakkavélina. Fór í skattrannsókn og það var mjög erfið upplifun. Ég taldi félagið fram, gerði grein fyrir því, greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því, voru ekki háar upphæðir,“ segir Eggert. Því hafi það ekki komið sér á óvart þegar nafn hans birtist í þessum skjölum. Eggert segir að um hafi verið að ræða félag sem hélt utan um svokallaða PR starfsemi, eða almannatengsl, og að það hafi ekki haft mikil umsvif. „En hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu.“ Viðtalið við Eggert í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
„Refsingin er aðallega sú að vera tengdur við þennan lista. Ég hef verið sakaður um tvennt núna sem er víst alvarlegast í íslensku samfélagi. Það er annars vegar þetta og svo að vera framsóknarmaður. Ég er saklaus af báðu,“ segir Eggert Skúlason, ritstjóri DV, en nafn hans er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Eggert ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir Landsbankann hafa ráðlagt sér að stofna félag erlendis, en að hann hafi talið að það væri staðsett í Lúxemborg. „Það er félag sem svo síðar kom í ljós að var statt á þessari margfrægu eyju,“ segir hann. Hann segir sérstakan saksóknara hafa rannsakað málið þar sem hann var látinn gera grein fyrir sínum hlutum. Málið hafi á endanum verið látið niður falla. „Ég er búinn að fara í gegnum hakkavélina. Fór í skattrannsókn og það var mjög erfið upplifun. Ég taldi félagið fram, gerði grein fyrir því, greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því, voru ekki háar upphæðir,“ segir Eggert. Því hafi það ekki komið sér á óvart þegar nafn hans birtist í þessum skjölum. Eggert segir að um hafi verið að ræða félag sem hélt utan um svokallaða PR starfsemi, eða almannatengsl, og að það hafi ekki haft mikil umsvif. „En hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu.“ Viðtalið við Eggert í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02