Bjarni á Alþingi í dag: „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 11:49 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn. Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn.
Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59