Bjarni á Alþingi í dag: „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 11:49 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn. Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í umræðum um stefnuræðu nýs forsætisráðherra í dag að brýnt væri að þau mál ríkisstjórnarinnar sem langt væru komin fengju endanlega afgreiðslu á Alþingi. Nefndi hann sérstaklega losun fjármagnshafta sem er langt er á veg komin og sagði það ábyrgðarlaust að ætla að boða til kosninga strax þegar framundan væri útboð á aflandskrónum. Sagði hann að það myndi setja heildaráætlun um afnám hafta í „algjört uppnám.“ Þá nefndi fjármálaráðherra jafnframt að ekki hafi verið samstaða um haftamálið þegar áætlun þáverandi ríkisstjórnar var kynnt í lok síðasta árs. Sagði Bjarni að stjórnarandstaðan hefði ekki verið ánægð með málið þá en nú töluðu menn eins haftamálið skipti þinginu ekki upp í ólíka hópa.Með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni „Ríkisstjórnin er með opinn arminn gagnvart stjórnarandstöðunni vilji hún styðja við þær lausnir sem að er núna í fæðingu og munu birtast í frumvörpum innan nokkurra vikna,“ sagði Bjarni. Leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar er að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og lækka skuldir ríkisins, að sögn Bjarna. Þá væri grundvallaratriði að tryggja að lífskjör almennings batni samhliða betri afkomu ríkissjóðs. Bjarni nefndi svo að kaupmáttur allra á Íslandi hefði batnað í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Tímarnir hafa aldrei verið eins bjartir og einmitt nú. Skuldir heimilanna hafa farið ört lækkandi. [...] Þær hafa lækkað hraðar á Íslandi undir þessari ríkisstjórn en annars staðar. Atvinnuástandið hefur verið með betra móti og verðbólga hefur verið lág,“ sagði Bjarni. Þá gerði hann einnig að umtalsefni skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar sem hann sagði að hefði tekist vel upp.Fólk vill siðbót í stjórnmálum Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði leiðréttinguna, afnám hafta, lága verðbólgu og og lítið atvinnuleysi ekki hafa farið framhjá almenningi. „Hvers vegna voru þá stærstu mótmæli Íslandssögunnar hér á mánudaginn? Er það vegna þess að Ríkisútvarpið er svo illa innrætt? Er það vegna þess að fólk misskilur málið? Nei, það er vegna þess að fólk sá glitta í fyrirhrunsárin í pólitíkinni og fólkið sagði nei. Það vildi það ekki. Það voru viðhorfin, það voru svörin hjá ríkisstjórninni. [...] Það er einfaldlega ekki nóg að höfða til efnahagstölfræði til þess að sefa almenning. Fólk vill ekkert bara peninga og velmegun lengur, það vill siðbót í stjórnmálum,“ sagði Helgi Hrafn.
Alþingi Tengdar fréttir „Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun sem mælist misvel fyrir. 8. apríl 2016 10:59