Handbolti

Ísland valtaði yfir Búlgaríu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ómar Ingi er í liði Íslands.
Ómar Ingi er í liði Íslands. vísir/vilhelm
Íslenska U-20 ára landsliðið í handbolta rústaði Búlgaríu í undankeppni EM í Póllandi í dag en leikurinn fór 45-21.

Sigur Íslands var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 22-9. Liðið hélt áfram uppteknum hætti í þeim síðari og vann að lokum 24 marka sigur.

Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í riðlinum og mæta strákarnir Ítölum á morgun.

Mörk Íslands í leiknum: Leonharð Þorgeir Harðarson 7, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Hákon Daði Styrmisson 7, Ómar Ingi Magnússon 5, Aron Dagur Pálsson 4, Elvar Örn Jónsson 4, Dagur Arnarsson 3, Sveinn Jóhannsson 3, Birkir Benediktsson 2, Egill Magnússon 1, Kristján Örn Kristjánsson 1, Sturla Magnússon 1.

Upplýsingar um markaskorara í leiknum eru fengnar frá vefsíðunni Fimm einn punktur is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×